Innlent

Farþegi greip í stýri hópferðabíls á ferð

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Atvikið átti sér stað á Hafnarfjarðarvegi en 24 voru í rútunni.
Atvikið átti sér stað á Hafnarfjarðarvegi en 24 voru í rútunni.
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að veitast að rútubílstjóra við akstur. Refsingin er skilorðsbundin til tveggja ára.

Atvikið átti sér stað í janúar á þessu ári en rútan var stödd á Hafnarfjarðarvegi á leið frá Keflavíkurflugvelli. Maðurinn greip í stýri rútunnar með þeim afleiðingum að hún stefndi á ljósastaur og út af veginum. Bílstjórinn náði að nauðhemla og forða útafakstri.

Með háttalagi sínu stofnaði maðurinn lífi og heilsu ökumannsins auk 24 farþega í hættu. Bílstjórinn hlaut tognun og ofreynslu á háls- og brjósthrygg vegna atviksins.

Hinn hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Hann játaði brot sitt og sagðist iðrast mjög gjörða sinna. Hann ætti sér engar málsbætur. Háttalag hans hafi tekið mjög á hann og hann hafi reynt að bæta upp fyrir gjörðir sínar. 

Dóm héraðsdóms má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×