Innlent

Fanginn sem flúði af Litla Hrauni enn ófundinn

Lögreglan á Selfossi, í samstarfi við lögregluembætti annarsstaðar á landinu hefur í gærkvöldi og í nótt unnið eftir vísbendingum um flótta fanga frá Litla Hrauni í gær, en án árangurs.



Maðurinn heitir Matthías Máni Erlingsson og er að afplána dóm fyrir tilraun til manndráps. Matthíast er 171 semtímetri á hæð, grannvaxinn, í grárri hettupeysu, dökkum buxum og með svarta prjónahúfu á höfði.



Lögreglan á Selfossi óskar eftir upplýsingum um ferðir hans í síma 4-10-80-80.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×