Fangelsismálayfirvöld ekki í takti við efnahag þjóðarinnar Vilhelm Jónsson skrifar 20. desember 2014 07:00 Fangelsisbygging sem er að rísa á Hólmsheiði hefur að geyma 56 klefa þar sem flottræfilsháttur er hafður að leiðarljósi og ekki í neinum takti við efnahagslega getu, heldur skal látið stjórnast af óraunhæfum kröfum og sýndarmennsku þegar ríkissjóður á í hlut með skeytingarleysi hver raunveruleg fjárhagsleg geta er. Fyrri ríkisstjórn tókst í andarslitrum sínum ásamt hagsmunaöflum að þrýsta nýbyggingu af stað í krafti ábyrgðarleysis til að búa sér minnisvarða. Sé fjárhagsleg geta er ekkert að því að eiga flott rammgirt fangelsi jafnvel í amerískum stíl með turnum ásamt lúðrum til að þeyta ef einhver vill útskrifa sig sjálfur. Það er umhugsunarefni að fangelsismálayfirvöld skulu réttlæta þessa framkvæmd upp á þrjá til fjóra milljarða sem leysir takmarkaðan vanda í ljósi þess að það eigi að loka öðrum plássum sem nemur helmingi af því sem þessi bygging veitir. Fangelsismálastjóri liggur ekki á því hversu faglegur hann sé með útreikningum um það hvað muni sparast með núverandi byggingu og telji sig bera taum skjólstæðinga sinna og vilji hlúa að þeim með öllum tiltækum ráðum. Það þarf engan stærðfræðing til að sjá að þessi bygging er alltof dýr ásamt rekstrar- og fjármagnskostnaði. Það mætti alveg álykta svo hvort ekki væri rétt að embættismenn sem fara með fjármuni með slíkum hætti yrðu ekki betur geymdir innan slíkra veggja í ljósi þess að samfélagið á í miklum fjárhagserfiðleikum hvert sem litið er. Á biðlista eftir fangelsisvist eru nú um 500 manns. Aðeins lítill hluti af þeim hefur fengið dóm vegna ofbeldis- eða kynferðisbrota. Stærsti hópurinn er með dóm vegna umferðarlagabrota eða nytjatöku. Meirihluti biðlistans uppfyllir líklega skilyrði til að afplána dóm sinn með vægari hætti, eða samfélagsþjónustu. Það er nokkuð ljóst að flestir af þessum einstaklingum sem bíða eftir að sitja af sér viðkomandi dóm myndu líklega ekki vilja afplána sína refsingu í rammgirtu fangelsi jafnvel þó svo það sé í anda fimm stjörnu hótels. Það er ítrekað búið að benda á ýmsar ódýrar leiðir til að uppræta þessa biðlista á einfaldan og ódýran hátt sem stjórnvöld ásamt fangelsismálayfirvöldum hafa hunsað með tómu yfirlæti. Það er óskiljanlegt að fangelsisyfirvöld séu búin að lýsa yfir lokun kvennafangelsisins í Kópavogi ásamt fangelsinu á Skólavörðustíg sem nemur helmingi nýbyggingar á Hólmsheiði. Eðlilegast væri að opna fangelsi með sem ódýrustum hætti t.d. í anda Kvíabryggju sem myndi kosta innan við 10 prósent af núverandi nýbyggingu ásamt minni rekstrarkostnaði. Yfirvöld geta náð milljörðum í ríkissjóð með sektargreiðslum við innköllun hundraða manna sem hafa fengið dóm til afplánunar sem oft á tíðum mætti leysa á einfaldan hátt, væri látið af þessu verklagi sem hefur viðgengist árum saman. Það getur engan veginn talist eðlilegt að afbrotamaður sé með refsingu hangandi yfir sér árum saman vegna úrræðaleysis fangelsismálayfirvalda. Til lítils er að dæma afbrotamenn til refsingar sem er síðan ekki fylgt eftir þar sem það er ekki hægt að sitja af sér dóma vegna plássleysis og síðan fyrnast dómar í skjóli dráttar. Þessi háttur er aðeins til þess að fleiri sjá sér leik á borði að fara á skjön við lög og reglur og hunsa sektargreiðslur. Ef fangelsismálayfirvöldum er svona annt um skjólstæðinga sína sem sumir hverjir eru ógæfu- og síbrotamenn þá hefði verið eðlilegra að veita fjármagni til eftirmeðferðar til að viðkomandi einstaklingar næðu festu til að fóta sig áfram í lífinu. Íslenskt réttarkerfi vegna útrásarinnar virðist vera lítið annað en sjónarspil þegar um hvítflibba er að eiga og til lítils að Sérstakur rannsaki og rannsaki með máttleysis málsóknum sem síðan eru felldar niður vegna formgalla eða fyrninga, þar sem lög eru afbökuð með öllum tiltækum ráðum og sýndarmennskudómum í anda Simbabve. Því virðist öfugt farið þegar fella þarf dóm yfir hinum almenna borgara. Stjórnvöld undangenginna ára hafa alltof oft látið stjórnast af óábyrgum hætti og væru eflaust betur geymd innan lokaðra veggja í rammgirtu fangelsi frekar en smákrimmar miðað við ábyrgðarleysi sem er viðhaft gagnvart ríkissjóði með glórulausum ákvörðunum og skuldsetningum. Þar stendur Icesave hæst ásamt gjafakvóta til útvaldra sem er stærsta rán Íslandssögunnar í skjóli óábyrgra stjórnvalda. Því til staðfestingar mætti íhuga hvað fyrri ríkisstjórn viðhafði, ásamt hluta af Sjálfstæðisflokknum sem ætlaði að skrifa undir Icesave í óþökk við þjóð sína. Sá gjörningur hefði orðið þess valdandi að slíkur skuldaklafi hefði orðið óyfirstíganlegur með þjóðargjaldþroti, jafnvel þó svo bara hefði verið um vaxtagreiðslur að ræða. Hvernig svo sem á allt er litið ættu þeir sem vildu þvinga viðkomandi skuld á þjóð sína aldrei að fá að koma að löggjafarþinginu. Það færi vel á því að stjórnvöld og stjórnarandstaða íhuguðu verk undangenginna ára og létu af afneitun með viðkomandi verk. Því væri kannski best farið að breyta Alþingi á Austurvelli í hegningarhús í ljósi slíkra vinnubragða. Eðlilegast væri að taka upp endurmenntun embættismanna stjórnsýslunnar í sið- og stærðfræði sem treysta sér ekki til að vera í takt við efnahagsgetu ríkissjóðs. Í ljósi þess er lágmarkskrafa að stjórnvöld geri sér grein fyrir að fársjúkt fólk og ástvinir líða stórlega fyrir brenglaða forgangsröðun. Vinnusöm þjóð á meira og betra skilið en að þurfa nánast í hverjum fréttatíma að hlusta á spillingu sem viðgengst og grasserar hvert sem litið er. Það þarf kjark og áræðni til að fylgja hugsjónum sínum í óþökk gerspilltra leiðtoga sem láta stjórnast af mikilmennskubrjálæði í krafti óverðskuldaðs valds. Guð blessi þjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fangelsisbygging sem er að rísa á Hólmsheiði hefur að geyma 56 klefa þar sem flottræfilsháttur er hafður að leiðarljósi og ekki í neinum takti við efnahagslega getu, heldur skal látið stjórnast af óraunhæfum kröfum og sýndarmennsku þegar ríkissjóður á í hlut með skeytingarleysi hver raunveruleg fjárhagsleg geta er. Fyrri ríkisstjórn tókst í andarslitrum sínum ásamt hagsmunaöflum að þrýsta nýbyggingu af stað í krafti ábyrgðarleysis til að búa sér minnisvarða. Sé fjárhagsleg geta er ekkert að því að eiga flott rammgirt fangelsi jafnvel í amerískum stíl með turnum ásamt lúðrum til að þeyta ef einhver vill útskrifa sig sjálfur. Það er umhugsunarefni að fangelsismálayfirvöld skulu réttlæta þessa framkvæmd upp á þrjá til fjóra milljarða sem leysir takmarkaðan vanda í ljósi þess að það eigi að loka öðrum plássum sem nemur helmingi af því sem þessi bygging veitir. Fangelsismálastjóri liggur ekki á því hversu faglegur hann sé með útreikningum um það hvað muni sparast með núverandi byggingu og telji sig bera taum skjólstæðinga sinna og vilji hlúa að þeim með öllum tiltækum ráðum. Það þarf engan stærðfræðing til að sjá að þessi bygging er alltof dýr ásamt rekstrar- og fjármagnskostnaði. Það mætti alveg álykta svo hvort ekki væri rétt að embættismenn sem fara með fjármuni með slíkum hætti yrðu ekki betur geymdir innan slíkra veggja í ljósi þess að samfélagið á í miklum fjárhagserfiðleikum hvert sem litið er. Á biðlista eftir fangelsisvist eru nú um 500 manns. Aðeins lítill hluti af þeim hefur fengið dóm vegna ofbeldis- eða kynferðisbrota. Stærsti hópurinn er með dóm vegna umferðarlagabrota eða nytjatöku. Meirihluti biðlistans uppfyllir líklega skilyrði til að afplána dóm sinn með vægari hætti, eða samfélagsþjónustu. Það er nokkuð ljóst að flestir af þessum einstaklingum sem bíða eftir að sitja af sér viðkomandi dóm myndu líklega ekki vilja afplána sína refsingu í rammgirtu fangelsi jafnvel þó svo það sé í anda fimm stjörnu hótels. Það er ítrekað búið að benda á ýmsar ódýrar leiðir til að uppræta þessa biðlista á einfaldan og ódýran hátt sem stjórnvöld ásamt fangelsismálayfirvöldum hafa hunsað með tómu yfirlæti. Það er óskiljanlegt að fangelsisyfirvöld séu búin að lýsa yfir lokun kvennafangelsisins í Kópavogi ásamt fangelsinu á Skólavörðustíg sem nemur helmingi nýbyggingar á Hólmsheiði. Eðlilegast væri að opna fangelsi með sem ódýrustum hætti t.d. í anda Kvíabryggju sem myndi kosta innan við 10 prósent af núverandi nýbyggingu ásamt minni rekstrarkostnaði. Yfirvöld geta náð milljörðum í ríkissjóð með sektargreiðslum við innköllun hundraða manna sem hafa fengið dóm til afplánunar sem oft á tíðum mætti leysa á einfaldan hátt, væri látið af þessu verklagi sem hefur viðgengist árum saman. Það getur engan veginn talist eðlilegt að afbrotamaður sé með refsingu hangandi yfir sér árum saman vegna úrræðaleysis fangelsismálayfirvalda. Til lítils er að dæma afbrotamenn til refsingar sem er síðan ekki fylgt eftir þar sem það er ekki hægt að sitja af sér dóma vegna plássleysis og síðan fyrnast dómar í skjóli dráttar. Þessi háttur er aðeins til þess að fleiri sjá sér leik á borði að fara á skjön við lög og reglur og hunsa sektargreiðslur. Ef fangelsismálayfirvöldum er svona annt um skjólstæðinga sína sem sumir hverjir eru ógæfu- og síbrotamenn þá hefði verið eðlilegra að veita fjármagni til eftirmeðferðar til að viðkomandi einstaklingar næðu festu til að fóta sig áfram í lífinu. Íslenskt réttarkerfi vegna útrásarinnar virðist vera lítið annað en sjónarspil þegar um hvítflibba er að eiga og til lítils að Sérstakur rannsaki og rannsaki með máttleysis málsóknum sem síðan eru felldar niður vegna formgalla eða fyrninga, þar sem lög eru afbökuð með öllum tiltækum ráðum og sýndarmennskudómum í anda Simbabve. Því virðist öfugt farið þegar fella þarf dóm yfir hinum almenna borgara. Stjórnvöld undangenginna ára hafa alltof oft látið stjórnast af óábyrgum hætti og væru eflaust betur geymd innan lokaðra veggja í rammgirtu fangelsi frekar en smákrimmar miðað við ábyrgðarleysi sem er viðhaft gagnvart ríkissjóði með glórulausum ákvörðunum og skuldsetningum. Þar stendur Icesave hæst ásamt gjafakvóta til útvaldra sem er stærsta rán Íslandssögunnar í skjóli óábyrgra stjórnvalda. Því til staðfestingar mætti íhuga hvað fyrri ríkisstjórn viðhafði, ásamt hluta af Sjálfstæðisflokknum sem ætlaði að skrifa undir Icesave í óþökk við þjóð sína. Sá gjörningur hefði orðið þess valdandi að slíkur skuldaklafi hefði orðið óyfirstíganlegur með þjóðargjaldþroti, jafnvel þó svo bara hefði verið um vaxtagreiðslur að ræða. Hvernig svo sem á allt er litið ættu þeir sem vildu þvinga viðkomandi skuld á þjóð sína aldrei að fá að koma að löggjafarþinginu. Það færi vel á því að stjórnvöld og stjórnarandstaða íhuguðu verk undangenginna ára og létu af afneitun með viðkomandi verk. Því væri kannski best farið að breyta Alþingi á Austurvelli í hegningarhús í ljósi slíkra vinnubragða. Eðlilegast væri að taka upp endurmenntun embættismanna stjórnsýslunnar í sið- og stærðfræði sem treysta sér ekki til að vera í takt við efnahagsgetu ríkissjóðs. Í ljósi þess er lágmarkskrafa að stjórnvöld geri sér grein fyrir að fársjúkt fólk og ástvinir líða stórlega fyrir brenglaða forgangsröðun. Vinnusöm þjóð á meira og betra skilið en að þurfa nánast í hverjum fréttatíma að hlusta á spillingu sem viðgengst og grasserar hvert sem litið er. Það þarf kjark og áræðni til að fylgja hugsjónum sínum í óþökk gerspilltra leiðtoga sem láta stjórnast af mikilmennskubrjálæði í krafti óverðskuldaðs valds. Guð blessi þjóðina.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun