Innlent

Fangar fá 1.300 krónur til að borða fyrir á dag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vísir / GVA
Meðaltalsálagning í Rimlakjörum eru 20 prósent en stefna verslunarinnar, sem staðsett er á Litla-Hrauni, er að kaupa inn vörur á sem lægsta verðinu, hvar svo sem það er að finna. Þetta kemur fram í svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um fæðispeninga fanga og innkaupastefnu verslunarinnar.

Í svörunum kemur einnig fram að flestir fangar fái greitt fæðisfé að upphæð 1.300 krónur  á dag alla daga mánaðarins. Það er að jafnaði 39.540 krónur á mánuði. Upphæðin hefur hækkað um tíu prósent frá því sem var í október árið 2007. Til viðbótar geta fangarnir unnið sér inn peninga með vinnu eða námi sem þeim er frjálst að nota til að kaupa mat.

Að jafnaði fá 96–98 fangar greitt fæðisfé og elda sjálfir, en það er um það bil 64 prósent fanga. Fangelsið sér föngum fyrir öllum hreinlætisvörum og áhöldum sem þeir þurfa við matseldina. Þeir sem ekki geta eða hafa ekki aðstöðu til að elda fá bakkamat frá fangelsinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×