Innlent

Falsaðir seðlar í umferð á Akureyri

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Lögreglan
Lögreglan á Norðurlandi eystra segir að falsaðir 5000 króna seðlar séu í umferð á Akureyri. Fólk sem á í viðskiptum með peninga er beðið um að vera vel á varðbergi gagnvart fölsuðum seðlum. Einn hefur verið yfirheyrður.

„Þessar falsanir voru frekar lélegar en á einum seðli var sama myndin báðum megin, en þegar mikið er að gera þá kannski gleymist stundum að athuga þetta sérstaklega,“ segir á Facebook síðu lögreglunnar.

Unglingur sem framvísaði fölsuðum seðlum í tveimur verslunum hefur verið yfirheyrður. Hann sagðist ekki hafa falsað peningana sjálfur en viðurkenndi brot sitt. Sólarhringi síðar var annar maður sem greiddi fyrir vörur eða þjónustu með fölsuðum seðli, en það komst ekki upp fyrr en hann var farinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×