Innlent

Færri börn þurfa að leita til tannlæknis

Þórdís Valsdóttir skrifar
Tannheilsa barna á Íslandi hefur batnað til muna á síðustu árum.
Tannheilsa barna á Íslandi hefur batnað til muna á síðustu árum. Nordicphotos/Getty
Tannheilsa barna á Íslandi hefur batnað til muna á síðustu 15 árum.

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa á árunum 2001 til 2015 tekið saman upplýsingar sem sýna fjölda barna sem leituðu til tannlæknis ár hvert ásamt hlutfallslegum fjölda viðgerðra tanna í hverju barni.

Samkvæmt upplýsingunum hefur hlutfall barna sem búa við það góða tannheilsu að ekki þarf að gera við neina tönn hækkað töluvert frá árinu 2001, eða úr rúmlega 56 prósentum í rúmlega 72 prósent á síðasta ári. Þetta hlutfall hefur aldrei verið hærra samkvæmt SÍ.

Þá hefur hlutfall viðgerðra tanna hjá börnum lækkað um nærri 60 prósent á sama tíma. Árið 2001 voru viðgerðar tennur að meðaltali 1,57 í hverju barni en á umræddu tímabili lækkaði hlutfallið niður í 0,65.

Samningur um gjaldfrjálsar tannlækningar barna tók gildi árið 2013. Markmiðið var bætt tannheilsa.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. júní 2016


Tengdar fréttir

Vara við góðgerðarsölu á trjám frá Afríku

Borið hefur á því að fólki sé boðið að kaupa tré í Afríku í gegnum fyrirtæki sem ávaxti fjármagn fólks nærri þrettánfalt. Varaformaður Neytendasamtakanna varar við svindlurum sem herja á saklaust fólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×