Fótbolti

Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta hafa vakið heimsathygli vegna árangurs síns á Evrópumótinu í fótbolta þar sem þeir eru komnir í átta liða úrslit eftir sigur á Englandi í 16 liða úrslitum á mánudagskvöldið.

Það er talað um íslenska liðið í fréttatímum og þáttum út um allan heim en varla hefði nokkur búist við því að fréttamenn sem starfa við NFL-deildina í amerískum fótbolta myndu tala um strákana okkar.

En sú er staðan. Rich Eisen er einn allra vinsælasti fréttamaður og þáttarstjórnandi Bandaríkjanna þegar kemur að NFL-deildinni en hann vinnur á NFL Network og er þar með gríðarlega vinsælt hlaðvarp auk þess sem hann er eitt af andlitum sjónvarpsstöðvarinnar.

Í þætti hans í gær fór Eisen í satt eða logið um Ísland á móti samstarfsmönnum sínum þar sem staðreyndum um Ísland var varpað fram. Eisen hafði sigur að lokum með hjálp frá sjálfum Bryan Cranston úr Breaking Bad. Spurningin tengdist McDonalds.

Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice

Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði.

Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM

Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×