Innlent

Fáar lundapysjur hafa fundist í Eyjum

Leif Magnús og Ragnar Orri með lundapysjuna sem þeir fundu, við það að sleppa henni.fréttablaðið/óskar p. friðriksson
Leif Magnús og Ragnar Orri með lundapysjuna sem þeir fundu, við það að sleppa henni.fréttablaðið/óskar p. friðriksson
Fáar lundapysjur hafa fundist í Vestmannaeyjum í ár. Um helgina höfðu tólf pysjur verið vigtaðar á fiskasafninu.

Viðkomubrestur hefur verið viðvarandi hjá lundanum síðan árið 2005 og því vantar stóran hluta í fimm árganga. Því er viðbúið að varpstofninn minnki hratt næstu sex ár, nema stórfelldur innflutningur fugla eigi sér stað. Lundaveiði í Vestmannaeyjum var engin í ár. Samkvæmt lögum er veiðitímabilið 45 dagar á ári en landeigendur í Eyjum hafa undanfarin ár takmarkað veiðarnar umtalsvert.

„Þetta er sjöunda árið í röð sem varpið skilar svona fáum pysjum,“ segir Erpur Snær Hansen, líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands.

„Krakkarnir eru mjög duglegir við að leita uppi pysjurnar og láta vigta,“ bendir Erpur Snær á en varpið hefur aldrei verið svona seint á ferðinni. Krakkarnir eru nú byrjaðir í skólanum og fá ekki að vera eins lengi úti. „Pysjurnar eru mánuði seinna á ferðinni. Það koma því hugsanlega færri pysjur í vigtun vegna þessa.“- bþh



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×