Innlent

Fá hærri laun í verkfalli en í vinnunni

Ingvar Haraldsson skrifar
Dansarar í Íslenska dansflokknum munu hækka í launum fari þeir í verkfall á fimmtudag og föstudag líkt og aðrir félagsmenn í SFR.
Dansarar í Íslenska dansflokknum munu hækka í launum fari þeir í verkfall á fimmtudag og föstudag líkt og aðrir félagsmenn í SFR. Vísir
Dansarar í Íslenska dansflokknum munu hækka í launum fari þeir í verkfall á fimmtudag og föstudag líkt og aðrir félagsmenn í SFR.

„Þetta er eiginlega grátbroslegt,“ segir Ásgeir Helgi Magnússon, listdansari hjá Íslenska dansflokknum.

Ásgeir segist fá 1.772 krónur á tímann í dagvinnulaun. Yfir átta tíma vinnudag fær hann því ríflega fjórtán þúsund krónur á dag eða 288 þúsund krónur á mánuði. 

Úr verkfallssjóði SFR fær Ásgeir hins vegar sextán þúsund krónur á dag.

Hann segist telja að hið sama eigi við um aðra félagsmenn innan SFR sem fái undir 300 þúsund krónur í mánaðarlaun, þeir hækki í launum í verkfalli.

Dansarar í Íslenska dansflokknum sjá fram á launahækkun fari þeir í verkfall í vikunni.fréttablaðið/ernir
Kjaraviðræðurnar þokast hægt. Dansarar hjá dansflokknum fara í verkfall á fimmtudag og föstudag og svo aftur mánudag og þriðjudag verði ekki samið fyrir þann tíma. Dansarar fara hins vegar ekki í varanlegt verkfall. 

„Þannig að launahækkunin mín verður bara í nokkra daga, allavega til að byrja með,“ segir hann kíminn.

Ásgeir segir dansara fara fram á sömu laun og leikarar sem þeir starfi með í Borgarleikhúsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×