Menning

Juergen Boos hlýtur Vigdísarverðlaunin 2022

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, veitti Juergen Boos, forstjóra Bókastefnunnar í Frankfurt, alþjóðlegu Vigdísarverðlaunin 2022 við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands.

Menning

KÚNST: Á­kvað að verða mynd­listar­maður þegar hann var tíu ára

Sigurður Sævar Magnúsarson er listamaður sem segir listina hafa fylgt sér nánast allt sitt líf. Hann festi nýverið kaup á gamla Argentínuhúsinu á Barónsstíg þar sem hann hyggst setja upp ýmsa menningar- og listviðburði á næstu árum. Sigurður Sævar er viðmælandi vikunnar í nýjasta þætti af KÚNST.

Menning

Úkraínskir listamenn sýna í Hörpu

Harpan iðar af menningu og lífi að vanda en samtökin Artists4Ukraine standa fyrir fjölbreyttri listasýningu þar um þessar mundir. Samtökin hafa á undanförnum mánuðum staðið fyrir ýmsum listviðburðum þar sem allur ágóði rennur óspart til góðgerðasamtaka í Úkraínu. Næstkomandi mánudag verður stór söfnunarviðburður á þeirra vegum í Kaldalóni.

Menning

Tók þátt í óupplýstu vopnuðu ráni og notar þá reynslu í smásögu

Nýtt smásagnasafn frá Berglindi Ósk er sannarlega verk sem áhugamenn um bókmenntir ættu að gefa gaum. Um er að ræða kröftugar sögur, raunsæislegar nútímasögur og óvægnar þar sem fjallað er meðal annars um ofbeldi, glæpi, vímuefnaneyslu og hættuleg og vonlaus sambönd. Berglind Ósk segir að hún byggi á eigin reynslu, eins langt og það nær.

Menning

„Þetta er uppgjör og upprisa“

„Síðustu tvö ár hef ég lítið málað og ég fann í byrjun árs að ég var hreinlega að springa úr þörf til að skapa,“ segir listakonan Mæja Sif Daníelsdóttir, sem opnar sýninguna Upprisa í Núllinu Gallerý næstkomandi fimmtudag.

Menning

Hannaði listrænan skúlptúr úr yfir 100 titrurum

Listamaðurinn Dafne Blade fer eigin leiðir í sinni listsköpun en skúlptúr verk háns á Erotic Heritage Museum í Las Vegas hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Í forgrunni verksins er eitt vinsælasta kynlífsleikfang dægurmenningar, töfrasprotinn, í rúmlega hundrað stykkjum sem saman mynda eina listræna heild.

Menning

Vélsmiðja og myndlist í mögnuðum samruna

Nokkrar af helstu perlum íslenskrar myndlistar verða sýndar á afar sérstæðri sýningu laugardaginn 1. október. Hún stendur aðeins yfir í fjórar klukkustundir og er í vélasölum Héðins í Helluhverfinu í Hafnarfirði. 

Menning

Listrænir bræður opna frumlega listasýningu

Bræðurnir og listamennirnir Arngrímur Sigurðsson og Matthías Rúnar Sigurðsson standa fyrir samsýningu í Ásmundarsal sem ber nafnið Vættatal. Á sýningunni vinna þeir með hinar ýmsu skepnur og skoffín og er nóg af verum í salnum á borð við svokallaðar sýsiforlirfur og hafgúur.

Menning

Svona tók fólk skjáskot í gamla daga

Vakin var athygli á einkar athyglisverðri senu úr hversdagslífi óbreytts Kópavogsbúa í Íslandi í dag á miðvikudag, þar sem Árni Jón Árnason sagði frá ávana sínum að taka myndir af sjónvarpi sínu með hefðbundinni stafrænni myndavél til að halda utan um sjónvarpsminningarnar. Sýnd var sena úr nýrri kvikmynd, Velkominn Árni, sem hefur vakið töluverða athygli að undanförnu.

Menning

KÚNST: Kvenlæga mýktin í forgrunni

Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er óhrædd við að fara eigin leiðir í sinni listsköpun og takmarkar sig ekki við ákveðinn listmiðil. Þegar henni fannst striginn farinn að hafa áhrif á flæði listsköpunarinnar tók hún málin í eigin hendur og fór sjálf að smíða striga og ramma. Júlíanna Ósk Hafberg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning

Rit­höfundurinn Hilary Man­tel er látin

Breski rithöfundurinn, Lafði Hilary Mantel, er látin, sjötug að aldri. Mantel er þekkt fyrir þríleikinn sem kenndur er við Wolf Hall. Mantel varð fyrsta konan til að hljóta hin virtu Booker-bókmenntaverðlaun tvisvar.

Menning

KÚNST: „Við erum öll í grunninn nakin“

Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er hugfangin af mjúkri, berskjaldaðri og kvenlægri orku en vinnustofa hennar og verk endurspegla það með sanni. Júlíanna Ósk notast við fjölbreytta miðla í listsköpun sinni, smíðar sína eigin ramma, opnaði vinnustofu í miðbænum og lætur ekkert stoppa sig en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning

Bókmenntahátíðir eru „hæklass“ útgefendaböll

Nú er blásið til mikillar bókamessu í Gautaborg, eftir að allt slíkt hefur legið í láginni á Covid-tímum og því mikil eftirvænting meðal bókmenntafólks. Fulltrúar Íslands verða rithöfundarnir Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir.

Menning

Setur upp listasýningu til heiðurs ömmu sinni

Fjöllistamaðurinn JóiPé hefur löngum verið tengdur við íslensku tónlistarsenuna en ásamt því að semja og flytja tónlist er hann myndlistarmaður. JóiPé opnar listasýningu á morgun í Gróskusal á Garðatorgi sem er tileinkuð ömmu hans, Margréti Thorlacius, en þau hafa alltaf átt sterkt og gott samband að sögn Jóa. 

Menning

Rit­höfundurinn Javi­er Marias fallinn frá

Spænski rithöfundurinn og þýðandinn Javier Marias er látinn, sjötugur að aldri. Meðal þekktra bóka eftir Marias má nefna þríleikinn Tu rostro mañana, eða Andlit þitt á morgun, og bókina Ástir sem kom út á íslensku fyrir um tíu árum síðan.

Menning

Stærsta frétta­ljós­mynda­sýning í heimi opnuð í Kringlunni

Stærsta fréttaljósmyndasamkeppni í heimi, World Press Photo, opnaði í dag í Kringlunni. Sýningin samanstendur af verðlaunaðri myndrænni blaðamennsku ársins 2021 auk stafrænna frásagna. World Press Photo hefur í mörg ár verið sýnd í Kringlunni en við hverja mynd er fróðlegur texti um myndefnið á íslensku og ensku.

Menning

Listasýningar með ömmu í æsku kveiktu á sköpunargleðinni

Lágmyndir hafa heillað listamanninn Pétur Geir Magnússon frá ungum aldri og í dag hefur hann fært þær inn í nútímalegt form í listsköpun sinni. Pétur Geir, sem er búsettur og starfræktur í Stokkhólmi, er með bakgrunn í grafískri hönnun en kallar sig hagnýtan myndlistarmann og nálgast listaverk sín á einstakan hátt. Pétur Geir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST, sem er jafnframt fyrsti þáttur í seríu tvö.

Menning