Sport

Messi slær met í treyjusölu í Bandaríkjunum

Lionel Messi æðið í Bandaríkjunum heldur áfram. Íþróttavörumerkið Fanatics hefur gefið það út að sala á treyju Lionel Messi á fyrsta sólarhringnum væri sú söluhæsta frá upphafi hjá íþróttamanni sem skiptir um lið.

Sport

Ítalskur bakvörður í Keflavík

Keflavík hefur fegnið til sín ítalskan bakvörð. Elisu Pinzan sem er 24 ára hefur samið við Keflavík og mun spila með liðinu á komandi leiktíð.

Sport

Amrabat bíður eftir Man. Utd

Marokkóski miðjumaðurinn Sofyan Amrabat hefur þegar samþykkt að ganga til liðs við Manchester United og þrátt fyrir gylliboð frá Sádi-Arabíu er Old Trafford sá áfangastaður sem hann þráir heitast. Enska félagið hefur þó ekki lagt fram neitt tilboð enn sem komið er.

Enski boltinn

Ógreidd mótsgjöld eyðilögðu draum um verðlaun

Uppi varð fótur og fit á Rey Cup fótboltamótinu um helgina þegar lið Þróttar var óvænt komið í undanúrslit þrátt fyrir tap í átta liða úrslitum gegn Breiðabliki. Ástæðan var sú að ekki hafði verið greitt mótsgjald fyrir nokkra leikmenn Blika. Málið leystist farsællega og sömuleiðis þegar ósáttur faðir hljóp inn á völl til að ræða við dómara.

Sport

Tiger Woods fær stórt hlutverk í viðræðunum við Sádana

Tiger Woods hefur verið kallaður inn í viðræður um framtíðarskipulag atvinnugolfsins en framundan eru mikilvægar samningaviðræður á milli risanna þriggja í golfheiminum eða bandarísku mótaraðarinnar, evrópsku mótaraðarinnar og LIV mótaraðarinnar frá Sádí Arabíu.

Golf