Fótbolti

Norsku stelpurnar í lífshættu á æfingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Norsku stelpurnar urðu að hætta æfingu um tíma af öryggisástæðum. Þær undirbúa sig nú fyrir leik á móti Japan í sextán liða úrslitum á HM kvenna í fótbolta.
Norsku stelpurnar urðu að hætta æfingu um tíma af öryggisástæðum. Þær undirbúa sig nú fyrir leik á móti Japan í sextán liða úrslitum á HM kvenna í fótbolta. Getty/Buda Mendes

Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta fer fram yfir vetrartímann í Nýja Sjálandi og Ástralíu og veðrið hafði heldur betur áhrif á æfingu norska landsliðsins í gær.

Norska liðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins og mæta Japan á laugardaginn kemur í Wellington í Nýja Sjálandi.

Ada Hegerberg og félagar hennar í norska landsliðinu þurftu að hlaupa skyndilega í skjól á miðri æfingu þegar mikið haglél gekk yfir Auckland.

„Veðrið er algjörlega skelfilegt. Það er mjög breytilegt svona svipað eins og í Noregi þannig að við erum svo sem vön því,“ sagði Anna Jösendal við Norska ríkisútvarpið.

„Það kom skyndilegt haglél og það var of hættulegt að vera út á vellinum. Við urðum að hlaupa í skjól í tjaldinu og gera hlé á æfingunni,“ sagði Anna. Þarna voru aðeins fimmtán mínútur liðnar af æfingunni en eftir nokkrar mínútur gat æfingin haldið áfram.

Stormurinn gekk yfir og hafði frekar áhrif í borginni. Það þurfti þannig að loka samgönguæðum eins og hafnarbrúnni sem tengir Auckland við úthverfin norður af borginni. Sunnar í landinu þurfti að loka vegum vegna snjókomu.

Í Auckland gekk á með sól annars vegar og rigningardembu hins vegar. Það er kannski sumar í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku en hinum megin á hnettinum er allt annað í gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×