Innlent

Eymdin mjög skemmd en stendur enn

Samúel Karl Ólason skrifar
Eymdin stóð í ljósum logum
Eymdin stóð í ljósum logum Alex Máni Guðríðarson
Slökkvistarfi Brunavarna Árnessýslu við Eymdina á Stokkseyri lauk fyrir miðnætti í gær, en eldurinn tók sig aftur upp nokkrum tímum seinna. Ekkert er vitað um eldsupptök í húsinu og hefur Lögreglan á Suðurlandi málið til rannsóknar. Húsið er mjög mikið skemmt, en stendur enn. Tryggingafélag eiganda þess mun svo meta hvort það sé ónýtt eða ekki.

Í fyrra var kveikt í skúr, sem er við hlið hússins og er sá bruni enn óupplýstur.

Pétur Pétursson, yfirmaður Brunavarna Árnessýslu, segir vel hafa gengið að slökkva þann glóðareld sem hafi aftur stungið upp kollinum, enda hafi svæðið verið vaktað af lögreglu og sáu þeir reyk bera frá húsinu.

Sjá einnig: Eymdin alelda

Rafmagn var á húsinu þegar það brann, en ekki á skúrnum þegar hann brann í fyrra.

Samkvæmt Sunnlenska var húsið upphaflega veiðarfæraskúr sem var endurbyggt sem vinnustofa fyrir listamenn. Þegar húsið var rifið árið 2008 kom í ljós að burðarþol þess væri ófullnægjandi og hefur það staðið mannlaust um nokkurra mánaða skeið, á meðan unnið hefur verið að endurbótum á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×