Innlent

Eyjafjarðarsveit hættir viðskiptum við Arion vegna ofurlauna

Arion banki.
Arion banki.
Sveitastjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti í gær að hætta í bankaviðskiptum við Arion banka. Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnarinnar þá hefur sveitin átt í bankaviðskiptum við Arion banka allt frá upphafi, en fregnir af launakjörum bankastjóra hafa orðið til þess að sveitastjórnin vill ekki skipta við bankann lengur.

Í samþykkt stjórnarinnar segir að launakjörin hafi í sumum tilfellum vakið undrun. Því er það mat sveitastjórnarinnar að það sé algjörlega ólíðandi að á sama tíma og almenningur, fyrirtæki og stofnanir berjast við að ná endum saman, skuli svona launagreiðslur tíðkast, eins og segir í samþykktinni.

Vegna þessara frétta hefur sveitastjórnin ákveðið að fela sveitastjóra og skrifstofustjóra að leggja mat á kosti og galla þess að Eyjafjarðasveit skipti um viðskiptabanka.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×