Sport

Eygló Ósk rúmum tveimur sekúndum frá sæti í úrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/EPA
Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í sautjánda sæti af 42 sundkonum í undanrásum í 200 metra baksundi á HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada.

Eygló Ósk var bæði langt frá Íslandsmeti sínu og langt frá því að komast í úrslitariðilinn.

Eygló Ósk synti á 2:07,36 mínútum sem er töluvert frá Íslandsmeti hennar frá því á EM í 25 metra laug í Ísrael í fyrra en það er 2:03,53 mínútur.

Það voru engin undanúrslit í 200 metra baksundinu og því voru aðeins átta sæti í boði í næstu umferð. Til þess að ná inn í úrslitariðilinn hefði Eygló þurft að synda undir tímanum 2:05,12 mínútur eða rúmum tveimur sekúndum hraðar.

Daryna Zevina frá Úkraínu var með besta tímann en hún synti á 2:02,87 mínútum eða tæplega fimm sekúndum hraðar en okkar kona.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×