Enski boltinn

Eriksen tryggði Tottenham stig gegn Swansea

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Christian Eriksen átti góðan leik í dag.
Christian Eriksen átti góðan leik í dag. Vísir/Getty
Danski miðjumaðurinn Christian Eriksen tryggði Tottenham eitt stig í 2-2 jafntefli Swansea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag en Eriksen skoraði bæði mörk Tottenham í leiknum úr aukaspyrnu.

Heimamenn komust yfir með skalla Andre Ayew eftir góðan undirbúning Jefferson Montero en Eriksen tókst að jafna metin tíu mínútum síðar með aukaspyrnu sem fór af varnarmanni og í netið.

Harry Kane varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 31. mínútu og kom Swansea yfir og tóku Svanirnir eins marks forskot inn í hálfleikinn.

Eriksen bætti við öðru marki sínu og öðru marki Tottenham á 65. mínútu með glæsilegri aukaspyrnu sem Lukasz Fabianski réð ekki við en stuttu síðar var Gylfi Þór Sigurðsson tekinn af velli hjá Swansea.

Bæði lið reyndu að stela sigrinum undir lok leiksins en án árangurs og skiptu liðin stigunum því sín á milli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×