Erfðabreytt fóður gæti skaðað sölu á skyri Valur Grettisson skrifar 4. október 2013 07:00 Whole Foods Market Bandaríska heilsukeðjan er gríðarlega stór. „Ef mjólkursamsalan myndi flytja íslenska skyrið út eftir fimm ár, væri það merkt sem erfðabreytt matvara,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils, um íslenskan landbúnað en hún telur að slíkar merkingar gætu þrengt verulega að íslenskum landbúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Mjólkursamsölunni eru 100 tonn af skyri flutt árlega til sölu í Whole Foods Markets en verslunarkeðjan hyggst merkja allar vörur sérstaklega sem nota erfðabreytt fóður eftir fimm ár. Ráðstefna um erfðabreytt matvæli verður haldin á Grand hóteli næstkomandi mánudag. Það eru helst sojabaunir, olíufræ, kartöflur og tómatar auk baðmullar og tóbaks sem eru erfðabreytt. Bandaríkin eru langstærsti framleiðandi og útflytjandi erfðabreyttra nytjaplantna. Á eftir þeim koma Kanada og Kína en minnst er framleiðslan í Evrópu þar sem reglur eru mjög strangar. „Íslenskt smjör, sem verður flutt til Bandaríkjanna og selt í Whole Foods-verslunum, verður merkt sem erfðabreytt matvæli árið 2018,“ fullyrðir Oddný, en fulltrúar Whole Foods Market í Bandaríkjunum komu hingað til lands fyrir skömmu eins og Fréttablaðið greindi frá. Að sögn Oddnýjar Önnu tilkynntu þeir þá að árið 2018 mun verslunarkeðjan merkja skilmerkilega afurðir dýra sem eru alin á erfðabreyttu kjarnfóðri. Hún segir þetta slæm tíðindi fyrir landbúnað á Íslandi. Með þessu er þrengt allverulega að íslenskum landbúnaði á stærsta heilsumarkaði vestanhafs. Besta leiðin að mati Oddnýjar er að hagnast á sérstöðu Íslands, sem er hin hreina ímynd, en Oddný Anna segir þá ímynd ekki eiga við rök að styðjast í matvælaframleiðslu hér á landi. „Punkturinn er kannski þessi, og skilaboðin til neytenda eru þau, að íslenskar mjólkurvörur eru að stórum hluta erfðabreyttar,“ segir Oddný Anna. „Það væri sterkur leikur að hreinsa iðnaðinn af þessu fóðri, enda viljum við vera náttúruleg í okkar framleiðslu,“ segir Oddný Anna.Ómögulegt að spá fyrir um framtíðina „Við erum að nota mjólk úr kúastofni sem er með eins hreinar erfðir og hægt er í heiminum,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og bendir jafnframt á að 75 prósent af fóðri kúa hér á landi sé gróffóður eins og hey. Aðeins tuttugu prósent eru innflutt kjarnfóður. „Við höfum enga tilkynningu fengið um breytingu á innkaupastefnu frá Whole Foods Market,“ segir Einar. Mjólkursamsalan flytur 100 tonn af skyri til Whole Foods-verslunarkeðjunnar, sem er stærsta heilsukeðja Bandaríkjanna. Einar segir ómögulegt að spá um afleiðingar þess sem á eftir að gerast eftir fimm ár. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
„Ef mjólkursamsalan myndi flytja íslenska skyrið út eftir fimm ár, væri það merkt sem erfðabreytt matvara,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils, um íslenskan landbúnað en hún telur að slíkar merkingar gætu þrengt verulega að íslenskum landbúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Mjólkursamsölunni eru 100 tonn af skyri flutt árlega til sölu í Whole Foods Markets en verslunarkeðjan hyggst merkja allar vörur sérstaklega sem nota erfðabreytt fóður eftir fimm ár. Ráðstefna um erfðabreytt matvæli verður haldin á Grand hóteli næstkomandi mánudag. Það eru helst sojabaunir, olíufræ, kartöflur og tómatar auk baðmullar og tóbaks sem eru erfðabreytt. Bandaríkin eru langstærsti framleiðandi og útflytjandi erfðabreyttra nytjaplantna. Á eftir þeim koma Kanada og Kína en minnst er framleiðslan í Evrópu þar sem reglur eru mjög strangar. „Íslenskt smjör, sem verður flutt til Bandaríkjanna og selt í Whole Foods-verslunum, verður merkt sem erfðabreytt matvæli árið 2018,“ fullyrðir Oddný, en fulltrúar Whole Foods Market í Bandaríkjunum komu hingað til lands fyrir skömmu eins og Fréttablaðið greindi frá. Að sögn Oddnýjar Önnu tilkynntu þeir þá að árið 2018 mun verslunarkeðjan merkja skilmerkilega afurðir dýra sem eru alin á erfðabreyttu kjarnfóðri. Hún segir þetta slæm tíðindi fyrir landbúnað á Íslandi. Með þessu er þrengt allverulega að íslenskum landbúnaði á stærsta heilsumarkaði vestanhafs. Besta leiðin að mati Oddnýjar er að hagnast á sérstöðu Íslands, sem er hin hreina ímynd, en Oddný Anna segir þá ímynd ekki eiga við rök að styðjast í matvælaframleiðslu hér á landi. „Punkturinn er kannski þessi, og skilaboðin til neytenda eru þau, að íslenskar mjólkurvörur eru að stórum hluta erfðabreyttar,“ segir Oddný Anna. „Það væri sterkur leikur að hreinsa iðnaðinn af þessu fóðri, enda viljum við vera náttúruleg í okkar framleiðslu,“ segir Oddný Anna.Ómögulegt að spá fyrir um framtíðina „Við erum að nota mjólk úr kúastofni sem er með eins hreinar erfðir og hægt er í heiminum,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og bendir jafnframt á að 75 prósent af fóðri kúa hér á landi sé gróffóður eins og hey. Aðeins tuttugu prósent eru innflutt kjarnfóður. „Við höfum enga tilkynningu fengið um breytingu á innkaupastefnu frá Whole Foods Market,“ segir Einar. Mjólkursamsalan flytur 100 tonn af skyri til Whole Foods-verslunarkeðjunnar, sem er stærsta heilsukeðja Bandaríkjanna. Einar segir ómögulegt að spá um afleiðingar þess sem á eftir að gerast eftir fimm ár.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira