Enski boltinn

Er Kompany næstur undir fallöxina hjá Guardiola?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kompany hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum á tímabilinu.
Kompany hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum á tímabilinu. vísir/getty
Framtíð Vincents Kompany hjá Manchester City er í óvissu eftir að hann var ekki valinn í 18 manna hóp liðsins fyrir leikinn gegn Barcelona í fyrradag.

Kompany, sem er fyrirliði Man City, hefur glímt við þrálát meiðsli undanfarin ár og misst mikið úr vegna þeirra.

Hann er þó heill eins og er en þrátt fyrir það valdi Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Man City, hann ekki í hópinn fyrir leikinn gegn Barcelona. Í hans stað var spænski unglingurinn Pablo Maffeo á bekknum gegn Börsungum.

Guardiola hefur sýnt litla miskunn síðan hann kom til Man City en hann lét Joe Hart t.a.m. fara á láni til Torino og allar líkur eru á því að Yaya Touré sé einnig á útleið.

Samkvæmt frétt Daily Mail gætu sömu örlög beðið Kompanys sem hefur aðeins byrjað einn leik á tímabilinu. Hinn þrítugi Kompany var í byrjunarliði Man City gegn Swansea City í deildarbikarnum en þurfti að fara meiddur af velli í þeim leik.

Kompany kom til Man City 2008 og var fyrirliði liðsins þegar það varð Englandsmeistari 2012 og 2014.


Tengdar fréttir

Bravo tekur tapið á sig

Claudio Bravo, markvörður Manchester City, tekur tap liðsins fyrir Barcelona á Nývangi gær á sig.

Messi eyðilagði heimkomu Guardiola

Lionel Messi fór illa með sinn gamla læriföður, Pep Guardiola, er Guardiola mætti með Man. City á sinn gamla heimavöll, Camp Nou.

Guardiola vildi fá Ter Stegen í sumar

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist hafa haft áhuga á Marc-André ter Stegen, markverði Barcelona, í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×