SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 11:00

Tímamót á bankamarkađi

VIĐSKIPTI

Enn eitt jafntefli hjá Emil og félögum

 
Fótbolti
16:14 17. JANÚAR 2016
Emil Hallfređsson í leik međ Hellas Verona.
Emil Hallfređsson í leik međ Hellas Verona. VÍSIR/GETTY

Sex leikjum er lokið í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu en þar ber helst að nefna auðveldur sigur Juventus á Udinese, 4-0, á útivelli.

Juve gekk frá leiknum í fyrri hálfleiknum þegar liðið skoraði fjögur mörk. Paulo Dybala skoraði tvö af þeim og Sami Khedira og Alex Sandro sitt markið hvor.

Það eina sem lið Udinese afrekaði í fyrri hálfleiknum var að fá rautt spjald þegar Danilo fékk beint rautt á 25. mínútu. Staðan 4-0 í hálfleik og þannig lauk leiknum.

Emil Hallfreðsson byrjaði leikinn á bekknum þegar Hellas Veron og Roma áttust við í Róm. Staðan var 1-0 fyrir Roma í hálfleik en Emil kom inn á í hálfleik og lék allan síðari hálfleikinn.

Giampaolo Pazzini jafnaði fyrir Hellas Verona hálftíma fyrir leikslok og niðurstaðan 1-1. Enn eitt jafnteflið hjá Emil og félögum sem hafa nú gert níu jafntefli á tímabilinu.

Liðið hefur ekki unnið leik og er því í neðsta sæti deildarinnar með níu stig. Juve er í öðru sæti deildarinnar með 42 stig, tveim stigum á eftir Napoli.

Öll úrslit dagsins:
Genoa 4 - 0 Palermo
Bologna 2 - 2 Lazio
Carpi 2 - 1 Sampdoria
ChievoVerona 1 - 1 Empoli
Roma 1 - 1 Hellas Verona
Udinese 0 - 4 Juventus


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enn eitt jafntefli hjá Emil og félögum
Fara efst