Innlent

Enn eftir að yfirheyra nokkra

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Rannsakað er  hvort fentanýl hafi valdið andláti.
Rannsakað er hvort fentanýl hafi valdið andláti. Fréttablaðið/hanna
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti ungs manns um þarsíðustu helgi er enn í fullum gangi. Annar maður missti miðvitund sama kvöld og leikur grunur á að lyfið fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilfellum. 

Að sögn Friðriks Smári Björgvinsson, yfirmanns rannsóknardeildar lögreglu, hefur enn ekki tekist að ná tali af öllum vitnum en fréttastofa greindi frá því í síðustu viku að erfiðlega gengi að hafa uppi á vitnum að atburður næturinnar.

Þá segir Friðrik Smári að enn hafi ekki tekist að funda með embætti Landslæknis en sá fundur verði líklegast í vikunni. Á fundinum verðum meðal annars farið yfir misnotkun lyfsins fentanýl og hvernig embættin geti unnið saman til að koma í veg fyrir fleiri tilfelli á misnotkun lyfsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×