Sport

Enn bætir María sinn besta árangur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/SKÍ
María Guðmundsdóttir heldur áfram að gera það gott í Bandaríkjunum. Í dag keppti hún á sterku móti í Norður-Ameríku-bikarnum og hafnaði í fjórða sæti í svigi.

Fyrir mótið fékk hún 12,58 FIS-stig sem er hennar besti árangur á ferlinum. Árangurinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að hún var 25. í rásröðinni í fyrri ferðinni.

Ljóst er að María mun fara enn frekar upp á heimslistanum en hún er í dag í 149. sæti. Líklegt er að hún fari upp um 40 sæti eftir árangurinn nú.

Freydís Halla Einarsdóttir keppti á sama móti en gerði ógilt í fyrri ferðinni.


Tengdar fréttir

María vann svigmót í Bandaríkjunum í kvöld

Skíðakonan María Guðmundsdóttir er að byrja tímabilið afar vel en hún vann svigmót í Bandríkjunum í kvöld daginn eftir að hún setti persónulegt FIS-stigamet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×