Innlent

Engin lending um makrílinn

Tómas H. Heiðar
Tómas H. Heiðar
Engin niðurstaða náðist um stjórn makrílveiða á næsta ári á fundi strandríkja í Lundúnum í gær. Gera á úrslitatilraun til að ná samkomulagi í Ósló 25. til 26. nóvember.

„Við höfðum vænst þess að Evrópusambandið og Noregur legðu fram raunhæfari tillögur á þessum fundi en á þeim síðasta, sem tækju mið af stóraukinni göngu makríls í íslensku lögsöguna á undanförnum árum,“ segir Tómas H. Heiðar, formaður íslensku samninganefndarinnar. „Slíkar tillögur litu hins vegar ekki dagsins ljós á fundinum og því ber enn mikið í milli.“

Á síðasta fundi var lagt til að hlutdeild Íslands í veiðunum yrði 3,1 prósent en Íslendingar höfnuðu tillögunni sem algjörlega óraunhæfri. - sh


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×