EM sumargleði Halldóra Matthíasdóttir skrifar 13. júlí 2016 11:00 Það er létt yfir landanum. Gott gengi strákanna okkar á EM hafði mjög jákvæð áhrif á andlega heilsu þjóðarinnar og við gleðjumst enn fremur yfir góðu gengi kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu. Stelpurnar okkar eru nú í 16. sæti á styrkleikalista FIFA og fóru upp um fjögur sæti eftir sigra á Skotlandi og Makedóníu í undankeppni EM en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi á næsta ári. Landslið kvenna er í 9. ?sæti í röð Evrópuþjóða. Keppendur okkar á EM í frjálsum íþróttum tóku við keflinu af fótboltastrákunum. Þær Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir komust báðar í úrslit í sínum keppnisgreinum og enduðu báðar 8. sæti og Arna Stefanía Guðmundsdóttir í undanúrslit og endaði í 18. sæti á EM sem er frábær árangur. Enn gleðst landinn. Samkennd þjóðarinnar og hæfileikinn til að fagna einlæglega og gleðjast hefur vakið jafnmikla ef ekki meiri athygli en árangurinn í EM-keppninni sjálfri. Erlendir fréttamiðlar og netheimar keppast um að birta samantektir af íþróttaafrekinu á EM og fögnuði Íslendinga, sérstaklega víkingaklappinu. Svo merkileg er öll þessi samstaða og tjáning landans að mannfræðingar um víða veröld hafa fundið sér nýtt rannsóknarefni sem er samstaða og hamingja lítillar þjóðar í ljósi íþróttaafreka. Það er mikilvægt að fagna góðum árangri hvort sem er í íþróttum eða viðskiptum og það höfum við, íslenska þjóðin, klárlega gert þannig að eftir því hefur verið tekið um allan heim. Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson fóru af stað með það markmið að komast alla leið á EM og blésu eldmóði í landsliðið. Sama hefur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, gert og frjálsíþróttafólkið okkar setur sér stöðugt ný markmið að stefna að með frábærum árangri. Þessi frábæri árangur á EM bæði í knattspyrnu og frjálsum íþróttum hvetur fólk áfram, eflir nýliðun í íþróttagreinunum og er mikil vítamínsprauta fyrir komandi verkefni. Strákarnir okkar þakka áhorfendum og allri hvatningunni að heiman. Við hjá Íslandsbanka þökkum á sama hátt viðskiptavinum okkar fyrir óskir um gott gengi. Án þeirra, án frábærrar samvinnu undanfarin ár og samstöðu, hefðum við ekki náð markmiðum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er létt yfir landanum. Gott gengi strákanna okkar á EM hafði mjög jákvæð áhrif á andlega heilsu þjóðarinnar og við gleðjumst enn fremur yfir góðu gengi kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu. Stelpurnar okkar eru nú í 16. sæti á styrkleikalista FIFA og fóru upp um fjögur sæti eftir sigra á Skotlandi og Makedóníu í undankeppni EM en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi á næsta ári. Landslið kvenna er í 9. ?sæti í röð Evrópuþjóða. Keppendur okkar á EM í frjálsum íþróttum tóku við keflinu af fótboltastrákunum. Þær Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir komust báðar í úrslit í sínum keppnisgreinum og enduðu báðar 8. sæti og Arna Stefanía Guðmundsdóttir í undanúrslit og endaði í 18. sæti á EM sem er frábær árangur. Enn gleðst landinn. Samkennd þjóðarinnar og hæfileikinn til að fagna einlæglega og gleðjast hefur vakið jafnmikla ef ekki meiri athygli en árangurinn í EM-keppninni sjálfri. Erlendir fréttamiðlar og netheimar keppast um að birta samantektir af íþróttaafrekinu á EM og fögnuði Íslendinga, sérstaklega víkingaklappinu. Svo merkileg er öll þessi samstaða og tjáning landans að mannfræðingar um víða veröld hafa fundið sér nýtt rannsóknarefni sem er samstaða og hamingja lítillar þjóðar í ljósi íþróttaafreka. Það er mikilvægt að fagna góðum árangri hvort sem er í íþróttum eða viðskiptum og það höfum við, íslenska þjóðin, klárlega gert þannig að eftir því hefur verið tekið um allan heim. Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson fóru af stað með það markmið að komast alla leið á EM og blésu eldmóði í landsliðið. Sama hefur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, gert og frjálsíþróttafólkið okkar setur sér stöðugt ný markmið að stefna að með frábærum árangri. Þessi frábæri árangur á EM bæði í knattspyrnu og frjálsum íþróttum hvetur fólk áfram, eflir nýliðun í íþróttagreinunum og er mikil vítamínsprauta fyrir komandi verkefni. Strákarnir okkar þakka áhorfendum og allri hvatningunni að heiman. Við hjá Íslandsbanka þökkum á sama hátt viðskiptavinum okkar fyrir óskir um gott gengi. Án þeirra, án frábærrar samvinnu undanfarin ár og samstöðu, hefðum við ekki náð markmiðum okkar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun