EM-ćvintýri hjá Fćreyingum í fótboltanum | Ţvílík gleđi í ţessu myndbandi

 
Fótbolti
16:18 20. MARS 2017
Hetjurnar.
Hetjurnar. MYND/FSF

Færeyingar eru komnir á EM í fótbolta í fyrsta sinn en sautján ára landsliðið tryggði sér í dag sæti í úrslitum EM U17 landsliða.

Færeyska landsliðið vann 2-1 sigur á Slóvakíu í lokaleik sínum í milliriðlinum en þetta var hreinn úrslitaleikur um hvor þjóðin kæmist í úrslitakeppnina.

Tórur Jacobsen og Hanus Sörensen skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleiknum en Slóvakar náðu að minnka muninn í seinni hálfleik.

Írland vann riðilinn en Írar unnu 4-0 sigur á Færeyjum í fyrsta leik sínum. Írar voru með fullt hús og fengu ekki á sig mark í leikjunum þremur.

Færeyingar komu til baka eftir þetta stóra tap í fyrsta leik, náðu markalausu jafntefli í næsta leik og lönduðu svo sigrinum í dag sem skilaði liðinu inn á EM sem fer fram í Króatíu í maí.

Íslenska landsliðið tapaði öllum sínum þremur leikjum í undankeppninni sem fóru fram í Ísrael í nóvember síðastliðnum.  Færeyingar tryggðu sér á sama tíma sæti í milliriðlinum og fóru síðan alla leið í dag en alls komast sextán lið í úrslitakeppnina.

Það var mikil gleði í herbúðum færeyska liðsins í dag eins og sjá má þessu myndbandi hér fyrir neðan en það er frá fésbókarsíðu færeyska fótboltalandsliðsins. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / EM-ćvintýri hjá Fćreyingum í fótboltanum | Ţvílík gleđi í ţessu myndbandi
Fara efst