Enski boltinn

Elia spilar með Fenenoord og vann bikar í framtíðinni | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eljero Elia er bikarmeistari með fyndið húðflúr.
Eljero Elia er bikarmeistari með fyndið húðflúr. vísir/getty
Hollenski landsliðsmaðurinn Eljero Elia, leikmaður Feyenoord, fékk sér svakalega misheppnað húðflúr á dögunum eftir að liðið varð bikarmeistari í Hollandi.

Elia vildi fá mynd af hollenska bikarnum á kálfann með nafn liðsins fyrir ofan og dagsetninguna á bikarúrslitaleiknum fyrir neðan. Það gekk ekki alveg eftir.

Feyenoord var stafað „Fenenoord“ og dagsetningin var 24. maí 2016 en augljóslega er sá dagur ekki runninn upp. Úrslitaleikurinn fór fram 24. apríl þannig þetta var eins og Elia væri að fara að vinna bikar í framtíðinni.

Mikið grín var gert að Elia þegar hann birti mynd af húðflúrinu á samskiptamiðlum en hann lét laga það og birti svo aðra mynd þar sem stóð: „Fólk hefur greinilega ekkert að gera.“

Myndir af húðflúrinu fyrir og eftir lagfæringu má sjá hér að neðan.

Fyrir.mynd/instagram
Eftir.vísir/twitter



Fleiri fréttir

Sjá meira


×