Innlent

Eldur í strætó á Grensásvegi

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir
Eldur kom upp í strætisvagni fyrir framan verslunina Pfaff, á horni Grensásvegs og Miklubrautar, fyrir stundu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er mætt á svæðið.

Mikill eldur er í vagninum en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu komust allir farþegar út ómeiddir. Ekki er að svo stöddu vitað hvernig eldurinn kom upp.

Uppfært: Eins og sést á meðfylgjandi myndum frá tökumönnum fréttastofu, er nú búið að ráða niðurlögum eldsins.

Vísir
Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×