Innlent

Eldur í mannlausum bíl og iðnaðarhúsi í Hafnarfirði

Gissur Sigurðsson skrifar
Rjúfa þurfti þakið á iðnaðarhúsinu.
Rjúfa þurfti þakið á iðnaðarhúsinu. Vísir/Stefán
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tvö útköll nánast á sömu mínútunni um klukkan þrjú í nótt. 

Annars vegar  var tilkynnt um eld í mannlausum bíl á bílastæði í Kópavogi. Hann var alelda þegar liðið kom á vettvang, en því tókst að verja nálæga bíla og slökkva eldinn. Bíllinn er ónýtur og eldsupptök ókunn. 

Hins vegar  hafði kviknað í klæðningu á útvegg iðnaðarhúss í Hafnarfirði. Eldurinn hafði teygt sig upp í þakskeggið en ekki náð inn í húsið þegar liðið kom á vettvang.

Rjúfa þurfti þakið þar sem 
eldurinn  hafði komist að, til að slökkva í glæðum, en einhver reykur hafði komist inn og var húsnæðið reykræst.

Eldsupptök eru ókunn, en grunur leikur á að eldurinn hafi kviknað í ruslatunnu, sem stóð við húsvegginn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×