Innlent

Eldur á athafnasvæðinu á Völlunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Eldur kom upp á athafnasvæði fyrirtækisins Furu á sjötta tímanum í dag. Um er ræða málmendurvinnslu og kom eldurinn upp í eins konar ruslahaug. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er talið að um sjálfsíkveikju hafi verið að ræða.

Slökkviliðsmenn fóru á vettvang á einum bíl en eldurinn ógnar engum byggingum á svæðinu. Talið er að um það muni taka um klukkustund að slökkva eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×