Innlent

Ekki mikið um útstrikanir í Reykjavík

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Kjósendur geta strikað út nöfn frambjóðenda í þeim flokki sem þeir kjósa.
Kjósendur geta strikað út nöfn frambjóðenda í þeim flokki sem þeir kjósa. vísir/anton brink
Lítið var um útstrikanir á kjörseðlum Reykvíkinga.

Ekki var hægt að greina nánar frá fjölda útstrikana í gærkvöldi en Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, verkefnastjóri í Ráðhúsinu, segir fjöldann vera óverulegan.

„Það er útilokað að breytingar og útstrikanir hafi áhrif á röð frambjóðenda,“ segir Hildur.

Þegar yfirferð lýkur verður greint frá hvaða framboð og frambjóðendur fengu flestar útstrikanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×