Ekki lengur til sérstök fíkniefnadeild hjá lögreglunni Nadine Yaghi skrifar 27. júlí 2016 06:00 Lögregluyfirvöld á Íslandi vinna nú eftir áherslum byggðum á greiningarvinnu Europol. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Að skoða fíkniefnabrotin ein og sér er til dæmis úreltur hugsanagangur og ekki til þess fallið að yfirvöld nái árangri,“ segir Karl Steinar Valsson, tengifulltrúi Íslands hjá Europol, en nýjar áherslur hjá löggæsluyfirvöldum á Íslandi eru nú í ferli. Lögreglu- og tollayfirvöld vinna nú eftir áherslum byggðum á greiningarvinnu Europol. Þetta þýðir að Europol lætur yfirvöldum hér á landi í té upplýsingar um helstu áherslur í löggæslu í Evrópu og hvaða brot séu mest áberandi. „Þetta gefur þeim sýn á hvaða brot áherslan skuli vera á hverju sinni. Þá er hægt að byggja upp sérþekkingu á áherslusviðunum. Europol hefur þó ekki neitt boðvald yfir yfirvöldum hér á landi en þetta er frekar þjónusta sem er veitt,“ útskýrir Karl Steinar en hans hlutverk er meðal annars að fræða yfirvöld á Íslandi um nýjar áherslur.Horfa á stóru myndina Meginástæða breytinganna er sú að brotastarfsemi í Evrópu og á Íslandi hefur tekið miklum breytingum síðustu ár. Í dag þarf að horfa á stóru myndina. „Flækjustig rannsókna hjá lögreglunni er miklu hærra en áður hefur verið og kemur til með að verða flóknara. Þetta krefst meiri sérþekkingar, meðal annars á sviði netglæpa. Í dag er brotastarfsemin miklu þyngri og erfiðari,“ segir hann. Karl Steinar segir að síðustu ár hafi smátt og smátt verið tekið skref í átt að þessum breytingum hjá lögregluyfirvöldum. Ekki er lengur talað um fíkniefnadeild innan lögreglunnar enda er engin ein sérstök deild fyrir þau mál. Í dag heitir rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi en sú deild sér um mun fjölbreyttari verkefni. „Í dag eru fíkniefnabrotin samofin fleiri málaflokkum og er lögð áhersla á brotin í stærra samhengi. Fíkniefnamál ein og sér hafa ekki verið rosalega mörg í gegnum tíðina en þau eru samofin ýmsu öðru, til dæmis peningaþvætti, fjármálabrotum, mansali og fleiru,“ segir hann.Netglæpir áberandi í dag Karl Steinar segir birtingarmynd skipulagðrar brotastarfsemi í Evrópu vera þá sömu og á Íslandi. „Í grunninn eru þetta brotahópar sem vinna á ákveðnum sviðum og nýta sér tækni til að fremja brotin. Með aukinni tækni eru brotahópar farnir að kaupa sér þekkingu sérfræðinga.“ Hann segir að lögð sé áhersla á kynferðisbrot á netinu. Einnig sé lögð mikil áhersla á mansalsmál og er það meðal annars ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp einingu sem hefur verið að byggja upp sérþekkingu á því sviði.Norðurlöndin vinna svipað Karl Steinar segir að umræddar breytingar muni koma til með að taka tíma en aðlögunarferlið sé nú þegar farið vel af stað. Hann segir lögregluyfirvöld á Norðurlöndunum öll vinna eftir svipuðum áherslum. „Þetta mun taka tíma en mun gera lögreglunni kleift að ná betri árangri í því að átta sig á heildarmyndinni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við Fréttablaðið mjög ánægð með breytingarnar. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
„Að skoða fíkniefnabrotin ein og sér er til dæmis úreltur hugsanagangur og ekki til þess fallið að yfirvöld nái árangri,“ segir Karl Steinar Valsson, tengifulltrúi Íslands hjá Europol, en nýjar áherslur hjá löggæsluyfirvöldum á Íslandi eru nú í ferli. Lögreglu- og tollayfirvöld vinna nú eftir áherslum byggðum á greiningarvinnu Europol. Þetta þýðir að Europol lætur yfirvöldum hér á landi í té upplýsingar um helstu áherslur í löggæslu í Evrópu og hvaða brot séu mest áberandi. „Þetta gefur þeim sýn á hvaða brot áherslan skuli vera á hverju sinni. Þá er hægt að byggja upp sérþekkingu á áherslusviðunum. Europol hefur þó ekki neitt boðvald yfir yfirvöldum hér á landi en þetta er frekar þjónusta sem er veitt,“ útskýrir Karl Steinar en hans hlutverk er meðal annars að fræða yfirvöld á Íslandi um nýjar áherslur.Horfa á stóru myndina Meginástæða breytinganna er sú að brotastarfsemi í Evrópu og á Íslandi hefur tekið miklum breytingum síðustu ár. Í dag þarf að horfa á stóru myndina. „Flækjustig rannsókna hjá lögreglunni er miklu hærra en áður hefur verið og kemur til með að verða flóknara. Þetta krefst meiri sérþekkingar, meðal annars á sviði netglæpa. Í dag er brotastarfsemin miklu þyngri og erfiðari,“ segir hann. Karl Steinar segir að síðustu ár hafi smátt og smátt verið tekið skref í átt að þessum breytingum hjá lögregluyfirvöldum. Ekki er lengur talað um fíkniefnadeild innan lögreglunnar enda er engin ein sérstök deild fyrir þau mál. Í dag heitir rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi en sú deild sér um mun fjölbreyttari verkefni. „Í dag eru fíkniefnabrotin samofin fleiri málaflokkum og er lögð áhersla á brotin í stærra samhengi. Fíkniefnamál ein og sér hafa ekki verið rosalega mörg í gegnum tíðina en þau eru samofin ýmsu öðru, til dæmis peningaþvætti, fjármálabrotum, mansali og fleiru,“ segir hann.Netglæpir áberandi í dag Karl Steinar segir birtingarmynd skipulagðrar brotastarfsemi í Evrópu vera þá sömu og á Íslandi. „Í grunninn eru þetta brotahópar sem vinna á ákveðnum sviðum og nýta sér tækni til að fremja brotin. Með aukinni tækni eru brotahópar farnir að kaupa sér þekkingu sérfræðinga.“ Hann segir að lögð sé áhersla á kynferðisbrot á netinu. Einnig sé lögð mikil áhersla á mansalsmál og er það meðal annars ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp einingu sem hefur verið að byggja upp sérþekkingu á því sviði.Norðurlöndin vinna svipað Karl Steinar segir að umræddar breytingar muni koma til með að taka tíma en aðlögunarferlið sé nú þegar farið vel af stað. Hann segir lögregluyfirvöld á Norðurlöndunum öll vinna eftir svipuðum áherslum. „Þetta mun taka tíma en mun gera lögreglunni kleift að ná betri árangri í því að átta sig á heildarmyndinni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við Fréttablaðið mjög ánægð með breytingarnar.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira