Innlent

Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka.
Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. Vísir/GVA
Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, hafði ekki heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka árið 2009. Þetta kemur fram í umsögn Bankasýslu ríkisins um frumvarp Bjarna Benediktssonar, núverandi fjármálaráðherra.

Morgunblaðið greinir frá þessu og segist vera með umrædda umsögn undir höndum. Í umsögninni vísar bankasýslan í álit ríkisendurskoðunar um að samkomulag ríkisins við skilanefndir bankanna um yfirtöku á eignarhlutunum teldist til ráðstöfunar á eignum ríkisins. Því hefði þurft að afla heimildar í fjárlögum vegna framsalsins.

Morgunblaðið segir einnig að í umsögninni sé ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins sakaður um að hafa beitt forstjóra Bankasýslunnar óeðlilegum þrýstingi við val á stjórnarformanni fjármálastofnunar í eigu ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×