Sport

Ekkert gaman á vellinum lengur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var gaman hjá Beckham í fyrra en ekki eins mikið stuð í ár.
Það var gaman hjá Beckham í fyrra en ekki eins mikið stuð í ár. vísir/getty
Ein stærsta stjarnan í NFL-deildinni, Odell Beckham Jr., nýtur sín ekki lengur á vellinum og það leynir sér ekki.

Beckham sló snemma í gegn á ferli sínum með NY Giants með ótrúlegum tilþrifum. Hann varð Youtube-stjarna og á aðdáendur um allan heim.

„Fótboltavöllurinn er minn griðastaður. Þangað fer ég til að flýja veruleikann. Þar hef ég alltaf verið hamingjusamastur en mér finnst ekkert gaman á vellinum lengur,“ sagði Beckham.

Hann hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og er ekki enn búinn að skora snertimark.

Hann greip aðeins þrjá bolta fyrir 23 jördum um síðustu helgi sem er hans lélegasti árangur á ferlinum. Hann lenti líka í átökum við bakvörð Minnesota, Xavier Rhodes. Helgina á undan sást hann gráta á hliðarlínunni. Hann er augljóslega ekki í góðu andlegu jafnvægi.

Hann nánast slóst við bakvörðinn Josh Norman á síðustu leiktíð og segir að fjölmiðlasirkusinn sem fylgdi hafi eyðilagt mikið fyrir ímynd sinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×