Innlent

Eins og að vera boðið í Bítlana

Einar Már Guðmundsson hlýtur Norrænu bókmenntaverðlaun Sænsku akademíunnar í ár fyrir framlag sitt til bókmennta og verður þar með þriðji íslenski rithöfundurinn sem hlotnast sá heiður. Sjálfur líkir hann viðurkenningunni við að vera boðið í Bítlana.

„Þetta er náttúrulega gríðarlegur heiður og viðurkenning á því sem ég hef verið að gera því að þetta eru nú vandlátir menn í akademíunni og þeir kalla ekki allt ömmu sína," sagði Einar.

Tilkynnt var um verðlaunin í morgun en sjálfur hefur Einar Már vitað um útnefninguna um mánaðarskeið. Hann hefur skrifað á um þriðja tug verka og er þriðji Íslendingurinn sem hlýtur þennan heiður á eftir Thor Vilhjálmssyni og Guðbergi Bergssyni.

„Þau eru 26 ára gömul og það hafa miklar kanónur fengið þessi verðlaun," sagði Einar. „Þarna ertu í gríðarlega góðum félagsskap. Þetta er eins og manni hefði verið boðið í Bítlana á sínum tíma."

Verðlaunin sem hafa verið nefnd litli nóbelinn verða veitt í Stokkhólmi þann ellefta apríl en auk þeirra fær Einar Már í hendur tæpar sjö milljónir íslenskra króna. Þess má til gamans geta að Tomas Tranströmer, sá sem hlaut verðlaunin í fyrra fékk einnig bókmenntaverðlaun Nóbels það árið.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×