Innlent

Einn gisti fangageymslur eftir Húkkaraballið í Eyjum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Herjólfur flytur farþega til og frá Vestmannaeyjum í allan dag.
Herjólfur flytur farþega til og frá Vestmannaeyjum í allan dag. Vísir
Húkkaraballið fór vel fram að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum en ballið er árviss viðburður sem haldinn er í tengslum við Þjóðhátíð. Einn gisti fangageymslur sökum ölvunar og óláta.

Fulltrúar lögreglu, bæjarins og Þjóðhátíðarnefndar halda samráðsfund í hádeginu þar sem farið verður yfir atburði gærdagsins og aðilar fá tækifæri til að bera saman bækurnar. Lögregla útilokar ekki að frekari tíðindi berist í kjölfar þess fundar. Samráðsfundirnir verða daglegt brauð á meðan á Þjóðhátíð stendur eins og fram hefur komið.

Stanslaus straumur af fólki er nú til Vestmannaeyja en lögregla gat ekki gefið upplýsingar um hversu margir eru í eyjunni nú. Alla jafna er það þannig að eftir því sem líður á helgina fjölgar gestum, allt þar til hápunkti hátíðarinnar er náð með brekkusöng á sunnudagskvöld.


Tengdar fréttir

Stingum ekki höfðinu í sandinn

Þrjár Eyjakonur sem koma annars vegar að skipulagi Þjóðhátíðar í Eyjum og hins vegar að forvörnum eru sammála um að það þurfi að opna samtalið um kynferðisafbrot og senda skýrari skilaboð um að þau líðist ekki á Þjóðhátíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×