Sport

Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Baker, Hosszu, Masse og Fu á verðlaunapalli.
Baker, Hosszu, Masse og Fu á verðlaunapalli. vísir/getty
Það er óhætt að fullyrða að kínverska sundkonan Fu Yuanhui hafi slegið í gegn í heimalandinu með einlægum viðbrögðum í viðtölum.

Síðustu dagar hafa verið draumi líkastir hjá Fu. Í gær keppti hún í undanúrslitum í 100 metra baksundi þar sem hún lenti í þriðja sæti í sínum undanriðli á tímanum 58.95. Þá var hún himinlifandi yfir árangrinum og trúði varla því sem hafði gerst.

Í úrslitasundinu synti hún enn hraðar og lauk keppni á tímanum 58.76. Ungverjinn Katinka Hosszu vann á tímanum 58.45 og Kathleen Baker var önnur á 58.75. Yuanhui og Kanadakonan Kylie Masse komu í mark á sama tíma og deildu því bronsi.

Að sundi loknu var Fu tekin í viðtal og spurð út í það hvernig hún hefði farið að því að bæta sig á milli sunda og hvernig henni liði með að hafa fengið bronsverðlaun. Þá kom í ljós að hún hafði ekki hugmynd um að hún hefði fengið verðlaun.

Myndbönd af þessum tveimur viðtölum, öðru eftir undanúrslitasundið en hinu eftir úrslitasundið, má sjá hér fyrir neðan.

Viðbrögðin eftir undanúrslitasundið Viðbrögðin eftir úrslitasundið. Á 1:04 fær hún að vita af bronsinu.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×