Innlent

Einkalífeyrissjóðurinn var ólöglegur

Stofnaður var einkasjóður utan um séreignarsparnað Sigurjóns. Þetta fyrirkomulag taldi FME ólögmætt.
Stofnaður var einkasjóður utan um séreignarsparnað Sigurjóns. Þetta fyrirkomulag taldi FME ólögmætt. Fréttablaðið/gva
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, fær ekki afhentan viðbótarlífeyrissparnað sinn og skuldabréf sem hann keypti fyrir andvirði hans. Hann tapaði dómsmáli um sparnaðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Málið snerist um lífeyrissparnað Sigurjóns, sem stofnaður var sérstakur sjóður utan um í Landsbankanum fyrir hrun. Sparnaðinn notaði hann til að fjárfesta í skuldabréfum, meðal annars í erlendum fyrirtækjum á borð við rússneska gasrisann Gazprom. Sparnaðurinn fimmfaldaðist á þremur árum og stóð í tæpum 570 milljónum fyrir bankahrun.

Landsbankinn hefur viljað leysa sparnaðinn upp að kröfu Fjármálaeftirlitsins, sem taldi fyrirkomulagið ólöglegt. Sigurjón fékk hins vegar lögbann á aðgerðirnar.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Landsbankanum hafi verið heimilt að segja upp samningnum um lífeyrissparnaðinn og tók þar með undir sjónarmið bæði bankans og Fjármálaeftirlitsins. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, segir að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar strax í dag. - sh



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×