Innlent

Einbeita sér að því að rekja ferðasögu Þjóðverjans

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Christian Mathias Markus hefur verið leitað í rúma viku.
Christian Mathias Markus hefur verið leitað í rúma viku. Vísir/Anton
Ekki verður leitað í dag að þýskum ferðamanni, Christian Mathias Markus, en bíll hans fannst yfirgefinn við Látrabjarg fyrir rúmri viku.

Davíð Rúnar Gunnarsson, í svæðisstjórn björgunarsveita Vestfjarða, segir í samtali við Vísi að rannsóknaraðilar einbeiti sér nú að því að rekja hvern einasta þráð í ferðasögu mannsins í von um að fram komi nýjar vísbendingar um hvarf hans.

Hann segir nokkuð vel hafa verið leitað á vettvangi síðustu daga en björgunaraðilar bíða nú eftir því að veður haldist gott í 2-3 daga svo hægt verði að fara undir Látrabjarg og leita þar.

Davíð segir að þó að veður sé gott í einn dag þá gangi brimið ekki niður nema á nokkrum dögum. Veðurspáin fyrir fyrri hluta vikunnar bendir þó ekki til þess að veður verði nógu gott svo leita megi undir bjarginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×