Heilsa

Ein píka, tvö leggöng?

sigga dögg kynfræðingur skrifar
Líkaminn er flókið fyrirbæri og þar er píkan engin undantekning
Líkaminn er flókið fyrirbæri og þar er píkan engin undantekning vísir/getty
Líkaminn er flókið fyrirbæri og á meðgönguferlinu getur margt gerst sem breytir honum útfrá hinu hefðbundna formi. Þó eitthvað sé óalgengt þá er það ekki óeðlilegt.

Hazel Jones fæddist með tvö leggöng og tvö leg. Hún fæddist með eitthvað sem kallast „uterus didelphys“. Oft verða önnur leggöngin „aðal“ leggöngin og hitt þá minna. Hins vegar er hægt að verða ófrísk í bæði leggöngin og ganga með fóstur í báðum legum, á sama tíma, og tæknilega fætt úr sitthvoru leginu. Til eru dæmi um slíkt.

Oft uppgvötast þetta ekki fyrr en stúlka er komin á kynþroskaskeiðið þegar blæðingar verða óvenjumiklar eða þegar þær lenda í vandræðum með getnað eða jafnvel þegar bólfélagi bendir á það.

Í þessu myndbandi ráðfærir Hazel sig við lækni og undirgengst skoðun.


Tengdar fréttir

Tilkippileg á túr

Það þykir tabú að tala um kynlíf á blæðingum en smá túrblóð hamlar ekki kynhegðun.

Píkuskrímslin

Misjöfn viðbrögð unglinga við kynfræðslu.

Kynfærafnykur

Það er tabú að tala um lykt á kynfærum og gjarnan grínast að píkan ilmi eins og fiskur en hvað er eðlilegt þegar kemur að kynfæralykt?

Píkan

Allt sem þú þarft að vita um píkuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×