Enski boltinn

Eiður Smári í úrvalsliðinu sem mætir United í heiðursleik Michael Carrick

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen á góðar minningar frá Old Trafford.
Eiður Smári Guðjohnsen á góðar minningar frá Old Trafford. vísir/afp
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins frá upphafi, verður í úrvalsliðinu sem mætir Manchester United í heiðursleik Michael Carrick á Old Trafford 4. júní í sumar.

Carrick, sem kom til United árið 2006 og hefur síðan þá unnið ensku úrvalsdeildina fimm sinnum, fær heiðursleik í tilefni þess að hann er búinn að spila fyrir félagið í ellefu ár en enski miðjumaðurinn hefur verið einn besti leikmaður liðsins í rúmlega áratug.

Lið Manchester United í leiknum verður skipað að mestu leyti leikmönnum sem tóku þátt í að vinna Meistaradeildina árið 2008 en þar verða Ryan Giggs, Paul Scholes, Darren Fletcher, Owen Hargreaves, Park Ji-Sung og fleiri góðir.

Eiður Smári verður í liði með flottum leikmönnum eins og fyrrverandi félögum sínum úr Englandsmeistaraliði Chelsea, Frank Lampard og John Terry, en í liðinu verða einnig Jamie Carragher Michael Owen og svo Spánverjarnir Michel Salgado og Gaizka Mendieta.

Allur ágóði af leiknum rennur til góðgerðamála en fleiri stór nöfn eiga eftir að bætast við listann.

Liðin eins og þau eru skipuð í dag má sjá hér að neðan.

Man. Utd '08:

Stjóri: Sir Alex Ferguson

Leikmenn:

Edwin van der Sar

Gary Neville

Rio Ferdinand

Paul Scholes

Ryan Giggs

Nemanja Vidić

Wayne Rooney

Wes Brown

Owen Hargreaves

Ji Sung Park

Mikaël Silvestre

Louis Saha

Darren Fletcher

Úrvalslið Michael Carrick:

Stjóri: Harry Redknapp

Leikmenn:

Steven Gerrard

Frank Lampard

Michael Owen

John Terry

Jamie Carragher

Phil Neville

Robbie Keane

Míchel Salgado

Shay Given

Éric Abidal

Damien Duff

Gaizka Mendieta

Eiður Smári Guðjohnsen




Fleiri fréttir

Sjá meira


×