Innlent

Drónar gægjast inn um glugga Seðlabankans

Una Sighvatsdóttir skrifar
Þegar starfsmaður reyndi að ná myndum af flygildi um daginn, er það sveimaði í nokkurra metra fjarlægð frá glugganum, flaug það snarlega burt.
Þegar starfsmaður reyndi að ná myndum af flygildi um daginn, er það sveimaði í nokkurra metra fjarlægð frá glugganum, flaug það snarlega burt. Vísir/Pjetur/Getty
Undanfarið hefur starfsfólk Seðlabankans — sem sýslar með viðkvæmar trúnaðarupplýsingar af ýmsum toga —orðið vart við dróna á flugi nærri skrifstofugluggum.



Þegar starfsmaður reyndi að ná myndum af flygildi um daginn, er það sveimaði í nokkurra metra fjarlægð frá glugganum, flaug það snarlega burt. Ekki er vitað hvað stjórnanda tækisins gekk til.



Samgöngustofa og innanríkisráðuneytið vinna nú að reglugerð en þar er að finna ákvæði um flug dróna í grennd við opinberar stofnanir.



Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld og í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×