Enski boltinn

Drogba á heima á Brúnni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Jose Mourinho staðfesti í samtali við fjölmiðla í gær að félagið væri að reyna að semja við Didier Drogba um að leika með liðinu á ný.

Drogba lék við góðan orðstír hjá Chelsea í átta ár og vann alla titla sem í boði voru á sínum tíma. Var hann gríðarlega vinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins en hann skoraði úr vítinu sem tryggði félaginu sinn fyrsta Meistaradeildartitil.

Eftir átta ár hjá Chelsea fylgdi Drogba Nicolas Anelka til Kína en stoppaði stutt þar og skrifaði undir átján mánaða samning hjá Galatasaray sex mánuðum síðar. Samningur hans hjá tyrkneska stórveldinu rann út í sumar og nokkur lið haft samband við Drogba.

„Við viljum vinna leiki og titla og Didier er einn af besti framherjum Evrópu sem þekkir enn þann daginn í dag kröfurnar til þess að leika í ensku úrvalsdeildinni. Við verðum að hugsa þetta án tilfinninga en að mínu mati á hann heima á Brúnni.“

„Ef við fáum hann til liðs við okkar er það ekki vegna þess að hann er Didier eða hann er að fara að þjálfa heldur vegna þess að hann hefur margt fram að færa,“ sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×