Enski boltinn

Drogba: Rio, Vidic og Puyol bestu miðverðir sem ég spilaði á móti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Drogba fagnar Englandsmeistaratitlinum.
Drogba fagnar Englandsmeistaratitlinum. vísir/getty
Didier Drogba, fyrrverandi framherji Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, segir að Rio Ferdinand, Nemanja Vidic og Carlos Puyol bestu miðverði sem hann hefur mætt á ferlinum.

Drogba, sem kvaddi Chelsea með Englandsmeistaratitli í maí, skoraði sigurmarkið í bikarnum gegn Manchester United í úrslitaleik bikarsins 2007 og var rekinn út af í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir að löðrunga Vidic.

Fílabeinsstrendingurinn mætti Puyol átta sinnum á sínum ferli en tókst aðeins að skora þrjú mörk í leikjum Chelsea á móti Barcelona.

Drogba var í viðtali við Rio Ferdinand á íþróttasjónvarpsstöðinni BT Sport þar sem Rio, sem er orðinn sparspekingur stöðvarinnar, spurði framherjann hverjir væru þrír bestu miðverðir sem hann spilaði á móti.

„Ég hef alltaf sagt þú [Rio] og Vidic. Þegar ég skoraði á móti Manchester United var ég alltaf mjög ánægður því ég skoraði ekki oft á móti United. Ef ég skoraði gegn United hafði ég spilað vel,“ sagði Dorgba.

„Það eruð þið tveir og Carles PUyol. Hann er sterkur og mjög góður varnarmaður en líka mikill herramaður,“ sagði Didier Drogba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×