Drápsháhyrningurinn Tilikum mögulega á heimleið Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. nóvember 2013 19:54 Háhyrningurinn Tilikum, sem orðið hefur þremur einstaklingum að bana, hefur verið sýningagripur um áratuga skeið. Hann var veiddur við Íslandsstrendur snemma á níunda áratugnum og var fyrst um sinn í hvalalauginni í Hafnarfirði. Sjávarútvegsráðuneytið hefur fengið fyrirspurn frá bandarísku fyrirtæki að Tilikum verði færður aftur heim í íslenska lögsögu. Fjallað er ítarlega um Tilikum í heimildarmyndinni Blackfish sem sýnd hefur verið á kvikmyndahátíðum í ár. Árið 2010 varð Tilikum þjálfara sínum Dawn Brancheu að bana í SeaWorld í sædýragarðinum. Tugir gesta urðu vitni af atvikinu þegar Tilikum dró Brancheu með sér á kaf þar til að hún drukknaði. Fréttamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson þekkir háhyrninginn Tilikum vel. Hann starfaði í Hvalalauginni í Hafnarfirði fyrir 30 árum þegar Tilikum var hér á landi. „Hér var ég með Tilikum, drápshvalnum mikla, að leiða hann hér um, hring eftir hring,“ segir Jakob. Honum líst ágætlega á að fá háhyrninginn aftur heim til Íslands.Jakob Bjarnar Grétarsson.„Nú er verið að skoða það hvort ekki sé rétt að senda hann heim. Ég fagna því auðvitað, að vera kannski að fara að hitta á ný þennan vin. Kannski var ég einmitt að leiða Tilikum hér í lauginni á sínum tíma. Ég myndi auðvitað taka á móti honum en segja ,skamm skamm, svona gerir maður ekki Tilikum',“ segir Jakob Bjarnar og bætir við: „Ég var að ræða við Gísla Víkingsson hvalasérfræðing um þetta mál í morgun. Honum líst ekki vel á þetta og það væri ekki til fagnaðar að reyna að láta svona sirkusdýr aðlagast aftur náttúrunni. Ég heyrði hugmynd í dag um að það væri kannski hægt að setja Tilikum í Kolgrafarfjörð. Það væru tvær flugur í einu höggi.“ Tengdar fréttir Vilja senda drápshvalinn heim Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. 25. nóvember 2013 15:09 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Háhyrningurinn Tilikum, sem orðið hefur þremur einstaklingum að bana, hefur verið sýningagripur um áratuga skeið. Hann var veiddur við Íslandsstrendur snemma á níunda áratugnum og var fyrst um sinn í hvalalauginni í Hafnarfirði. Sjávarútvegsráðuneytið hefur fengið fyrirspurn frá bandarísku fyrirtæki að Tilikum verði færður aftur heim í íslenska lögsögu. Fjallað er ítarlega um Tilikum í heimildarmyndinni Blackfish sem sýnd hefur verið á kvikmyndahátíðum í ár. Árið 2010 varð Tilikum þjálfara sínum Dawn Brancheu að bana í SeaWorld í sædýragarðinum. Tugir gesta urðu vitni af atvikinu þegar Tilikum dró Brancheu með sér á kaf þar til að hún drukknaði. Fréttamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson þekkir háhyrninginn Tilikum vel. Hann starfaði í Hvalalauginni í Hafnarfirði fyrir 30 árum þegar Tilikum var hér á landi. „Hér var ég með Tilikum, drápshvalnum mikla, að leiða hann hér um, hring eftir hring,“ segir Jakob. Honum líst ágætlega á að fá háhyrninginn aftur heim til Íslands.Jakob Bjarnar Grétarsson.„Nú er verið að skoða það hvort ekki sé rétt að senda hann heim. Ég fagna því auðvitað, að vera kannski að fara að hitta á ný þennan vin. Kannski var ég einmitt að leiða Tilikum hér í lauginni á sínum tíma. Ég myndi auðvitað taka á móti honum en segja ,skamm skamm, svona gerir maður ekki Tilikum',“ segir Jakob Bjarnar og bætir við: „Ég var að ræða við Gísla Víkingsson hvalasérfræðing um þetta mál í morgun. Honum líst ekki vel á þetta og það væri ekki til fagnaðar að reyna að láta svona sirkusdýr aðlagast aftur náttúrunni. Ég heyrði hugmynd í dag um að það væri kannski hægt að setja Tilikum í Kolgrafarfjörð. Það væru tvær flugur í einu höggi.“
Tengdar fréttir Vilja senda drápshvalinn heim Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. 25. nóvember 2013 15:09 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Vilja senda drápshvalinn heim Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. 25. nóvember 2013 15:09