Lífið

Dóttir Whitney Houston flutt meðvitundarlaus á spítala

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Whitney Houston ásamt dóttur sinni, Bobbi Kristinu. Á milli þeirra er frænka þeirra, söngkonan, Dionne Warwick.
Whitney Houston ásamt dóttur sinni, Bobbi Kristinu. Á milli þeirra er frænka þeirra, söngkonan, Dionne Warwick. Vísir/Getty
Dóttir söngkonunnar Whitney Houston, Bobbi Kristina Brown, var í dag flutt meðvitundarlaus á spítala.

Eiginmaður Bobbi og vinur þeirra fundu hana þar sem hún lá í baðkari. Talsmaður lögreglunnar segir að þeir hafi veitt henni fyrstu hjálp þar til sjúkraflutningamenn komu.

Ekki er vitað hvers vegna Bobbi missti meðvitund en hún var á lífi þegar hún var flutt á spítalann.

Bobbi er eina barn Houston og fyrrum eiginmanns hennar, Bobby Brown. Houston lést í febrúar 2012 þegar hún drukknaði í baðkari. Mikið magn ávanabindandi lyfja fannst í blóði hennar við krufningu. 


Tengdar fréttir

Áfengi og kókín talin orsök þess að Houston drukknaði

Ofneysla áfengis og kókaíns eru talin orsök þess að söngkonan Whitney Houston drukknaði í baðkari á hótelherbergi eftir að hafa fengið hjartaáfall samkvæmt lokaskýrslu dánardómstjórans í Los Angeles sem nú hefur verið gerð opinber.

Bobbi er skynsöm

Bobby Brown, fyrrverandi eiginmaður söngkonunnar Whitney Houston, telur að dóttir þeirra, Bobbi Kristina, sé nógu skynsöm til að feta ekki í fótspor foreldra sinna hvað vímuefnanotkun varðar. Einhverjir hafa haldið því fram að hún noti ólögleg vímuefni og hefur hún þurft að neita því opinberlega.

Whitney Houston drukknaði í baði

Krufning hefur leitt í ljós að dánarmein stórsöngkonunnar Whitney Houston var drukknun. Svo vriðist sem hún hafi drukknað í baðkarinu þar sem hún fannst þann 11. febrúar síðastliðinn. Það er BBC sem greinir frá þessu.

Kókaín fannst í blóði Whitney Houston

Andlát söngkonunnar Whitney Houston var slys. Dánarorsökin liggur ljós fyrir, Houston drukknaði í baðkari á herbergi sínu á Beverley Hilton hótelinu í Los Angeles.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×