Fótbolti

Dortmund sýndi enga miskunn | Öll úrslitin í Meistaradeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Dortmund fagna einu af sex mörkum sem liðið skoraði í Varsjá.
Leikmenn Dortmund fagna einu af sex mörkum sem liðið skoraði í Varsjá. vísir/getty
Níu leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Manchester City vann öruggan 4-0 sigur á Borussia Mönchengladbach í C-riðli, í leik sem átti að fara fram í gær.

Borussia Dortmund átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Legia að velli í Varsjá í F-riðli. Lokatölur 0-6, Dortmund í vil.

Yfirburðir Þjóðverjanna voru miklir og eftir 17 mínútur var staðan orðin 0-3. Dortmund bætti svo þremur mörkum við í seinni hálfleik.

Real Madrid marði sigur á Sporting í hinum leik F-riðils.

Ekkert mark var skorað þegar Juventus og Sevilla mættust á Juventus Stadium í H-riðli.

Gonzalo Higuaín komst næst því að skora þegar hann skallaði boltann í slá Sevilla-marksins á 61. mínútu.

Í hinum leik riðilsins vann Lyon öruggan 3-0 sigur á Dinamo Zagreb.

Í G-riðli vann Leicester City 0-3 útisigur á Club Brugge og Porto og FC Köbenhavn skildu jöfn, 1-1.

Í E-riðlinum vann Monaco 1-2 sigur á Tottenham og CSKA Moskva kom til baka og náði í stig gegn Bayer Leverkusen. Lokatölur í Þýskalandi 2-2.

Úrslitin í kvöld:



C-riðill:

Man City 4-0 Mönchengladbach

1-0 Sergio Agüero (8.), 2-0 Agüero, víti (28.), 3-0 Agüero (77.), 4-0 Kelechi Iheanacho (90+1.).

E-riðill:

Tottenham 1-2 Monaco

0-1 Bernardo Silva (15.), 0-2 Thomas Lemar (31.), 1-2 Toby Alderweireld (45.).

Leverkusen 2-2 CSKA Moskva

1-0 Admir Mehmedi (9.), 2-0 Hakan Calhanoglu (15.), 2-1 Alan Dzagoev (36.), 2-2 Roman Eremenko (38.).

F-riðill:

Real Madrid 2-1 Sporting

0-1 Bruno César (48.), 1-1 Cristiano Ronaldo (89.), 2-1 Álvaro Morata (90+4.).

Legia 0-6 Dortmund

0-1 Mario Götze (7.), 0-2 Sokratis Papastathopoulos (15.), 0-3 Marc Bartra (17.), 0-4 Raphaël Guerreiro (51.), 0-5 Gonzalo Castro (76.), 0-6 Pierre-Emerick Aubameyang (87.).

G-riðill:

Club Brugge 0-3 Leicester

0-1 Marc Albrighton (5.), 0-2 Riyad Mahrez (29.), 0-3 Mahrez, víti (61.).

Porto 1-1 FCK

1-0 Otavio (13.), 1-1 Andreas Cornelius (52.).

Rautt spjald: Ján Gregus, FCK (66.).

H-riðill:

Juventus 0-0 Sevilla

Lyon 3-0 Dinamo Zagreb

1-0 Corentin Tolisso (13.), 2-0 Jordan Ferri (49.), 3-0 Maxwell Cornet (57.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×