Innlent

Dönsk ungmenni hissa á slæmu aðgengi fyrir fatlaða á Laugaveginum

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Dönsku ungennin eru hér á vegum Borgarholtsskóla sem skiptinemar í nokkra daga. Stór hluti nemana sem hér dvelur er bundinn við notkun hjólastóla og í dag fékk hópurinn það verkefni að kanna aðgengi fyrir fatlaða við verslanir og veitingahús í borginni. 

Simone Selina Hansen og Karen Bundgaard, fóru fyrir hópnum og skráðu niður það sem þeim þótti betur mega fara.

„Við erum í herferð og einbeitum okkur að því að gera auðveldara fyrir fatlaða að komast um bæinn."

Ungmennin komust fljótlega að því að ýmsu er ábótavant við Laugavegin og óhætt er að segja að mörgum úr hópnum hafi jafnvel brugðið í brún vegna þess hve illa hefur tekist til við magar verslanir.

Þau sögðu Ísland koma frekar illa út úr samanburðinum við Danmörku sem önnur Norðurlönd.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×