Innlent

Dómsmáli frestað vegna rannsóknar

Sveinn Arnarsson skrifar
Máli Afls Sparisjóðs gegn Magnúsi Stefáni Jónassyni, fyrrverandi skrifstofustjóra sparisjóðsins, var frestað í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fyrradag í óþökk bæði lögmanna stefndu og stefnenda.

Dómari ákvað að fresta málinu þar sem sakamálarannsókn fer nú fram hjá héraðssaksóknaraembættinu. Magnúsi Stefáni er gefið að sök að hafa í starfi sínu sem skrifstofustjóri dregið sér fé svo tugmilljónum skiptir.

Þegar málið kom upp voru eigur Magnúsar Stefáns kyrrsettar. Einboðið er að sakamálarannsóknin muni taka nokkur ár hið minnsta og á meðan verða eigur ákærða kyrrsettar.

Magnús Stefán var forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar þegar málið kom upp en hann sagði af sér embætti.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×