Sport

Djokovic þarf að hvíla sig á tennisnum í einhvern tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Novak Djokovic.
Novak Djokovic. Vísir/AP
Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic þarf að taka sér hvíld frá tennis í einhvern tíma vegna meiðsla á úlnlið en hann meiddist í tapi á móti Roger Federer í Mónakó í gær.

Svisslendingurinn Roger Federer vann þá Djokovic 7-5 og 6-2 og tryggði sér með því sæti í úrslitaleiknum á Monte Carlo Masters þar sem hann mætir landa sínum Stanislas Wawrinka.

Djokovic var aumir í úlnliðnum alla vikuna en þarf ekki að fara í aðgerð. „Ég þarf að hvíla mig núna. Ég spila ekki tennis í einhvern tíma, hve lengi veit ég ekki," sagði Novak Djokovic á blaðamannfundi eftir tapið.

Novak Djokovic hefur unnið öll risamót nema opna franska meistaramótið sem hefst í lok maí.

„Það góða er að ég þarf ekki að fara í aðgerð. Ég hitti læknana í kvöld og fer síðan í aðra myndatöku. Þetta er ekki lengur í mínum höndum en ég kem ekki aftur á tennisvöllinn fyrr en ég er orðinn hundrað prósent heill," sagði Djokovic.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×