Innlent

Díselolían aldrei verið dýrari

MYND/GVA

Stóru olíufélögin þrjú hafa hækkað verð á bensíni um 1.50 krónur og díselolíuna um 2 krónur á lítra sem gerir það að verkum að díselolía hefur aldrei verið dýrari hér á landi og bensínverð ekki farið hærra á þessu ári.

Á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda kemur fram að verð á bensíni með þjónustu standi nú í 134.70 krónum á lítrann og dísilolíulítrinn kosti nú 135.40 krónur. Á síðunni er bent á að þrátt fyrir að dregið hafi úr hækkunum á hráolíu á heimsmarkaði hækki eldsneytið enn hér á landi.

„Þrátt fyrir þessa þróun á heimsmarkaði varðandi hráolíuna þá var kostnaðarverð á hvern lítra af bensíni í október lítilega lægra en meðalkostnaðarverð bensíns yfir árið. Kostnaðarverð dísilolíu var hinsvegar um 3.30 krónum hærra á hvern lítra samanborið við meðalverð ársins af því eldsneyti. Gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur haft mikið að segja því dollarinn hefur sjaldan verið jafn veikur og um þessar mundir," segir einnig.

Þá er bent á að álagning á bensínið hafi lækkað í febrúar og mars en síðan þá hafi hún farið hröðum skrefum upp á við. „Kostnaður neytenda vegna álagningar á bensín var yfir 11 krónum hærri í október samanborið við lægstu álagninguna í apríl. Þessi álagningarmunur yfir eitt ár er 2.2 milljarðar króna," segir einnig á síðunni.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×