Tónlist

Die Antwoord gefa út nýtt mixteip

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Ninja og Yo-landi Visser spila á Secret Solstice hátíðinni í næsta mánuði.
Ninja og Yo-landi Visser spila á Secret Solstice hátíðinni í næsta mánuði. Vísir/Getty
Suðurafríska rappsveitin Die Antwoord sem er ein þeirra sveita sem kemur fram á Secret Solstice hátíðinni í næsta mánuði gaf í gær út sitt fyrsta mixteip. Sveitin hefur hingað til starfað upp á gamla mátann og haldið sig við útgáfur sem koma út samtímis á netinu og í hinum áþreifanlega heimi.

Sveitin hefur verið iðinn við kolann og gefið út plötu á tveggja ára fresti frá því að hún braust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2010. Þau Ninja og Yolandi Visser eru við það að leggja lokahönd á fjórðu breiðskífu sveitarinnar sem kemur út í ár og mun heita We have Candy. En þó svo að platan komi ekki út fyrr en í sumar þurfa aðdáendur ekki að bíða lengur eftir nýju efni því í gær kom út tólf laga mixteipið Suck on this.

Á nýja mixteipinu má finna fimm áður óútgefin lög og sjö endurhljóðblandanir af helstu slögurum sveitarinnar. Um endurvinnsluna sjá þeir Black Goat og God sem einnig vinna að nýju plötunni með sveitinni.

Sperrið því upp eyrun, stillið í botn, smellið á mixteipið hér fyrir neðan og hitið upp fyrir Secret Solstice með því að hlýða á Die Antwoord.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×